Tíminn - 06.10.1994, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 6. október 1994
fMitsi
7
Dóttir Lúsífers, einleikur
byggbur á ævi og ritverkum
dönsku skáldkonunnar Kar-
enar Blixen, veröur frum-
sýndur á Litla sviöi Þjóöleik-
Höröur Torfa meö
barnalagasnceldu:
Leiklist
sem upp-
eldisabferö
Leikarinn og laga- og Ijóöahöf-
undurinn Höröur Torfa er aö
senda frá sér snældu meö
barnalögum sem kallast Barna-
gaman. Á snældu þessari er aö
finna 9 Iög og ljóö, en þannig er
um hnútana búiö aö á A- hlib
snældunnar eru lög sungin, en
á B-hlið er aöeins undirleikur
svo allir geti sungib meb. Text-
arfylgja.
Öll lögin og ljóbin eiga það sam-
eiginlegt að vera samin í leikhúsi
og verið flutt þar af börnum og
unglingum undir leikstjórn Harð-
ar. Elstu lögin og textana má
rekja mörg ár aftur í tímann, þeg-
ar Hörður var að leikstýra í litlum
bæ úti á landi og varð var við
unglingahóp sem ráfaði um göt-
ur bæjarins í ráðaleysi, brjótandi
rúður og ljósaperur, reykjandi og
hangandi á sjoppunni sjálfum sér
og öðrum til ama. Hörður fór og
talaði vib þennan unglingahóp
og bauð þeim að koma inn í leik-
húsið og kynnast þeim spenn-
andi heimi sem það býöur uppá.
Útkoman var sú að nokkrum vik-
um seinna fór þessi hópur ung-
linga um héruð og sýndi leikþátt
fyrir börn og unglinga með
söngvum sem fjallaði um kurteisi
og umferðarreglur. Og það þarf
ekki ab taka fram ab rúbur og
ljósaperur bæjarins fengu að vera
í fribi fyrir þessum hópi. Hörður
vill því hvetja alla krakka til að
semja leikþætti í kringum lögin
og textana á snældunni og nota
svo undirspilib þegar sýnt er.
Upptökustjórn Bamagamans var
í höndum Hlyns Sölva Jakobs-
sonar, sem einnig vann að út-
setningum ásamt Herbi. Upptök-
ur fóru fram í Stúdíó Horninu,
annar frágangur í Stúdíó Heims-
veldi. Prentun annaðist Oddi hf.
Ung stúlka, Ólöf Jakobsdóttir,
syngur með Herði í laginu um
Línu í leikhúsinu og það má líka
taka fram að hún teiknaði mynd,
sem prýðir snælduna, eftir að
hafa hlustað á lagið Tröllahlátur.
En auk þeirra laga er ab finna lög-
in Sólardans, Fæ ég frí í skólan-
um?, Þab eru ekki allir eins og þú,
íslensk landafræði, Þegar ég verð
stór, Letinginn og í myrkrinu.
Þetta er annað verkið sem Hörð-
ur sendir frá sér á þessu ári, en í
vor sendi hann frá sér safndisk-
inn Þel, sem spannar feril hans
frá fyrstu plötunni, sem gerð var
1970, og fram til dagsins í dag.
Og hann er ekki hættur, því inn-
an skamms er væntanlegur nýr
diskur meö nýjum ljóðum og
lögum, sem nefnist Áhrif. m
hússins næstkomandi föstu-
dagskvöld. Höfundur verks-
ins er bandaríska leikskáldiö
William Luce, sem þekktur
er fyrir leikverk sín um fræg-
ar skáldkonur.
Karen Blixen liföi mjög viö-
burðaríku lífi og þykir meðal
fremstu rithöfunda aldarinn-
ar. Hún bjó lengi í Afríku, á
kaffiplantekru í eigu fjölskyld-
unnar, og byggir sín helstu
verk á minningum þaðan.
Ung að árum veiktist Karen af
ólæknandi sjúkdómi, sem
hægt og bítandi leiddi hana til
dauða, en stormasöm ævi
hennar einkenndist af óbif-
andi viljastyrk og lífsgleði
þessarar einstöku konu. Meðal
þekktustu verka Karenar Blix-
en má nefna Jörö í Afríku,
Skuggar í grasinu og Gestaboö
Babette.
Leikritið Dóttir Lúsífers segir
frá ævikvöldi skáldkonunnar,
þar sem hún er að búa sig und-
ir mikla fyrirlestraferð um
Bandaríkin, og heimkomuna
úr því ferðalagi. Brugöið er
upp myndum úr lífi Karenar
Blixen, við kynnumst fjöl-
skyldu hennar, vinum, ástum,
gleði og sorgum. Ekki síst frá-
sagnargleði þessa mikla sagna-
þular, gamansemi og einstakt
innsæi. Hugljúf og heillandi
frásögn um ógleymanlega
konu.
Það er Bríet Héðinsdóttir sem
leikur Blixen, Ólöf Eldjárn
þýddi verkið, um leikmynd og
búninga sér Hlín Gunnars-
dóttir og Ásmundur Karlsson
annast lýsingu. Leikstjóri er
Hávar Sigurjónsson. ■
Eintal mikillar sálar: Bríet sem Karen Blixen.
Nýja flugstööin á Bíldudal.
Tímamyndir Viglús Ceirdal
Samgöngurábherra opnar formlega veg yfir Hálfdán og flugstöö á Bíldudal:
Ný samgöngumannvirki í Vesturbyggð
Frá Pétri Bjarnasyni, fréttaritara á ísafirbi:
Þann 27. þessa mánaðar boðaði
samgöngurábherra þingmenn
Vestfjarða og nokkra fleiri fyrir-
menn til fundar við sig til þess að
fagna opnun nýs vegar yfir fjallið
Hálfdán, sem liggur á milli Bíldu-
dals og Tálknafjarðar, og til þess
að vera við opnun nýs flugskýlis
á Hvassnesflugvelli við Bíldudal.
Komib var fyrst saman á vegin-
um þar sem hann er hæstur á
Hálfdáni og Ólafur Arnfjörð, bæj-
arstjóri Vesturbyggðar, flutti er-
indi þar sem hann sagði frá þýb-
ingu þessa vegar, sem hefði aub-
veldað mjög sameiningu sveitar-
félaga í Vesturbyggb. Síðan var
farið niður í flugstöðina þar sem
samgönguráðherra flutti ræðu.
Fleiri tóku til máls og undir lokin
blessaði sóknarpresturinn, Karl
V. Matthíasson, þessi samgöngu-
mannvirki.
Þaö má geta þess aö fremur fá-
mennt var við þessa athöfn.
Menn söknuðu þar ýmissa, sem
höfðu lagt hönd að þessum verk-
um, og heimamenn margir
höfðu á orði að ef til vill væri
eðlilegra að almenningur gledd-
ist vib áfanga sem þessa heldur
en fyrirmenn, sem flestir em
gestkomandi á stabnum.
Sighvatur Björgvinsson notar tœkifœríö og tekur menn tali á meöan Halldór Blöndal samgönguráöherra flytur rceöu.
Þessi samgöngumannvirki
skipta Bílddælinga og þá sem búa
þar í nágrenninu gífurlega miklu
máli, því vegurinn yfir Hálfdán
er mikið mannvirki og vonast
menn til aö hann veröi snjólaus
mestallan veturinn. Flugvöllur-
inn á Hvassnesi hefur haft stöb-
ugt meiri þýðingu fyrir íbúa
þarna. Hann er sá flugvöllur á
Vestfjörbum sem traustastur er í
veðrum á veturna og viðburður
að þar falli nokkurn tíma nibur
dagur til flugs.
Upphaf þessa flugvallar á Hvass-
nesi var að þrír menn á Bíldudal
stofnuðu með sér félag. Þeir voru
kaupfélagsstjórinn, Kári Einars-
son, Helgi Jónsson flugmaður og
Matthías Leó Jónsson bóndi á
Fossi í Arnarfirði. Þeir skiptu með
sér verkum. Einn átti að sjá um
fjármagnið, annar átti að sjá um
flugvélakaup og sá þriðji, það var
bóndinn, átti að sjá um að ryðja
völlinn. Ekkert fjármagn fannst,
þannig aö ekkert varð af flugvéla-
kaupum, en sá sem hafði tekið að
sér að sjá um völlinn, lauk sínu
og ruddi völl á Hvassnesi. Nú
vom gób ráð dýr, því enginn
vildi borga mannvirldð. Það var
því auglýst í Dagblaðinu Vísi, en
enginn kom kaupandinn. Þá
gerðist það að hreppsnefnd þá-
verandi Suðurfjarðarhrepps —
seinna Bíldudalshrepps og nú
Vesturbyggðar að hluta — ákvað
að kaupa völlinn af bóndanum á
240 þúsund kr. Síðan seldi
hreppurinn Flugmálastjóm völl-
inn fyrir sama verð og var þetta
upphafið að þeim ágæta velli
sem þessi flugvöllur stendur á.
Dóttir Lúsífers á Litla svibinu:
Bríet Héðins-
dóttir leikur
Karen Blixen