Tíminn - 06.10.1994, Blaðsíða 24

Tíminn - 06.10.1994, Blaðsíða 24
Vebrlö ■ dag (Byggt á spá Veburstofu kl. 16.30 í gær) • Suburland, Faxaflói, Subvesturmib oq Faxaflóamib: Austan og norbaustan hvassvibri í fyrstu en snýst í noröan og norbvestan átt í dag, víba stormur eba rok á mibum. Rigning eba súld. • Breibafjörbur til Stranda og Norburlands vestra, Breibafjarb- armib til Norbvesturmiba: Norbaustan hvassvibri í fyrstu en rok eba ofsavebur nálægt hádegi og rigning. Allhvass norban og skúrir í kvöld. • Norburland eystra og Norbausturmib: Allhvöss eba hvöss sub- austan átt í fyrstu en austan og norbaustan stormur eba rok á mibum uppúr hádegi. Rigning. • Austurland ab Glettingi, Austfirbir, Austurmib og Austfjarba- mib: Sunnan hvassvibri eba stormur og rigning. • Subausturland og Subausturmib: Sunnan og subvestan storm- ur eba rok og rigning. Jóhanna og Ólafur Ragnar boöa sömu hreyfinguna en hvort í sínu lagi: Leitaö ab kjölfestu fyrir jafnabarmenn Félagar úr Jafna&armannafé- lagi íslands og úr Birtingu hafa hist á óformlegum fundum undanfarið, vænt- anlega til að ræöa hugsan- Iegan möguleika á samein- ingu jafna&armanna. Þetta vekur athygli í ljósi þess aö pólitískir lei&togar þessara félaga bo&u&u sameiginlega hreyfingu jafna&armanna á Alþingi í fyrrakvöld, en þau geröu þa& hvort í sínu lagi. Jóhanna Sigurðardóttir sag&i í umræ&um á Alþingi á þriðju- dagskvöld aö í undirbúningi væri stofnun nýrrar stjórn- málahreyfingar jafnaðar- manna, sem hefði það að markmiði að mynda breiðan samstarfsvettvang fyrir alla sem aðhylltust framsaékna jafnaðarstefnu. Ólafur Ragnar Grímsson sagði í sinni ræðu að Alþýðubandalagið væri reiðubúið, eitt sér eða með öðrum, að vera kjölfestan í nýrri hreyfingu vinstri manna. Sigurður Pétursson, oddviti Jafnaðarmannafélags íslands, sagði við Tímann að í raun væri litlu við það að bæta sem Jóhanna hefði sagt í umræð- unum um stefnuræðu forsæts- ráðherra. í Jafnaðarmannafé- laginu væri verið að vinna málefnavinnu auk þess sem verið væri kalla fólk til liðs við félagið. Sigurður var spurður hvort einhverjar vibræður væru á milli Jafnaðarmannafélagsins og Framsýnar og sagði hann að svo væri ekki. Hins vegar heföu félagar úr Jafnaðar- mannafélaginu og Birtingu hist á óformlegum fundi til að ræða málin. „Einstaklingar úr Jafnaðar- mannafélaginu og Birtingu hafa hist, en í raun og veru er ekkert meira um það að segja," sagði Sigurður. Hann segist telja að það verði farið í einhverjar hreyfingar við önnur stjórnmálafélög einhvern tíma á næstu vikum en á þessari stundu liggur ekk- ert fyrir um slíkt. ■ Mundu eftir smámyntinni - það margborgar sig. □ Kort Bílastæðahúsin eru þægilegasti kosturinn. Þau eru á eftirfarandi stöðum: • T raðarkoti við Hverfisgötu • Kolaportinu • Vitatorgl • Vesturgötu • Ráðhúskjallara • Bergstöðum við Bergstaðastræti P með þaki yfir---- merkir bílastæðahús P án þaks merkir útistæði P-kort er þægilegur greiðslumáti - það gildir í alla miðamæla í Reykjavík og þú getur hlaðið það aftur og aftur... Bílastæðasjóður Reykjavíkur er að koma upp vegvísakerfi að bílastæðum og bílastæðahúsum borgarinnar. Það er liður í aðgerðum til að auðvelda vegfarendum sem erindi eiga í miðbæinn að finna stystu leið að bílastæði. Nýju skiltin eru tvenns konar: Skilti með bláu letri sem vísa á ákveðin svæði í miðbænum Skilti með rauðu letri sem vísa á bílastæðahús eða stór útistæði Rvk- Gamla hofn hus nargata Flóknara er þetta ekki -fáðu þér stæði BÍLASTÆÐ AS JÓÐU R Bílastœöi fyrir alla óða Hólmadrangur far- inn aftur 1 Frá Stefáni Gíslasyni, fréttaritara á Hólmavík: Frystitogarinn Hólmadrangur kom til heimahafnar á Hólma- vík á dögunum með 192 tonn af frystum flökum, aðallega þorski, úr Smugunni. Togarinn staldraði stutt við á Hólmavík að þessu sinni, því ab löndun Smuguna lokinni iá leiðin aftur í Smug- una. Það sem af er árinu hefur Hólmadrangur landað rúmlega 1.000 tonnum af frystum fiskaf- urðum á Hólmavík, en það er nokkru meira en allt árið í fyrra. Skipstjóri á Hólmadrangi er Þorbergur Kjartansson. ■ Sjómannasambandiö vill stööva veiöar í Smugunni yfir vetrartímann og ráöherra leitar umsagnar m.a. hjá Siglingamálastofnun og sjóslysanefnd. Dalvík: Ofsagt um vega- lengdir úr Smugu í hlýrri sjó Skiptar sko&anir eru um þa& hvort banna eigi vei&ar íslenskra skipa í Smugunni yfir vetrartím- ann vegna ísingarhættu. Ottó Jakobsson útgerbarmaður á Dal- vík telur ab ekki sé hægt ab banna mönnnum ab stunda veib- ar þar nyrbra yfir vetrartímann og telur ab mun styttra sé úr Smugunni í 3ja til 4ra stiga heit- an sjó en fram hefur komib. í því sambandi vísar hann í rússneskt ve&urkort sem hann hefur undir höndum um hitastig sjávar á þessum sló&um. Eins og kunnugt er þá hefur erindi Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Sindra veriö kynnt í ríkisstjórn og m.a. hefur samgönguráðherra óskað eftir umsögnum sjóslysa- nefndar og Siglingamálastofnunar um málið, en öryggismál sjómanna og sjóhæfni skipa heyrir undir stofnunina. Þá er viöbúið aö máliö komi einnig til kasta Siglingaráðs. Framkvæmdastjórn Sjómanna- sambands fslands telur rétt að stöbva veiðar íslenskra skipa í Smugunni yfir vetrartímann vegna ísingarhættu og hefur skorað á sam- tök skipstjórnarmanna og útvegs- manna að beita sér fyrir því. Ottó Jakobsson, útgeröarmabur Blika EA frá Dalvík, telur að það sé ekki hægt að banna mönnum að vera þar nyrðra við veiðar með reglugerð eða lagasetningu. Hann segir að enginn sé dómbærari en skipstjórarnir sjálfir um þessa hluti. „Mér dytti þaö aldrei í hug að vera með þrýsting á mína skipstjóra og yfirmenn um aö vera ab veiða á svæbum þar sem þeir treystu ekki skipi og áhöfn. Þetta er bara rugl. Ég hef enga trú á því að það sé neinn sem gerir slíkt," segir Ottó Jakobs- son. Hinsvegar veröur í sjálfu sér aldrei of mikið brýnt fyrir mönnum að fara varlega á þessum slóðum yflr vetrartímann vegna ísingarhættu. Aftur á móti hafa menn ekki nema eins vetrar reynslu af veiðum þar nyrðra í seinni tíð. Ottó hefur það eftir sjómönnum að þeir hafi ekki fengiö eins hörb veður þar nyrbra eins og þeir fá mörgum sinnum yfir veturinn á íslandsmibum. Þá véfengir Ottó það sem fram hef- ur komið að það sé 200 sjómílna vegalengd úr Smugunni í hlýrri sjó. Hann segir að það sé hlýr sjór rétt vestan við Smuguna og því ekki jafn langt í hann og af er látið. Máli sínu til staðfestingar vísar Ottó í út- gefið kort frá rússneskri veðurstofu um meðalhitastig sjávar á þessum slóðum yfir vetrarmánuðina. Sam- kvæmt því er 3ja til 4ra stiga heitur sjór rétt vestan við Smuguna. ■ BEINN SIMI AFGREIÐSLU TÍMANS ER 631 • 631

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.