Tíminn - 06.10.1994, Qupperneq 5

Tíminn - 06.10.1994, Qupperneq 5
Fimmtudagur 6. október 1994 5 Halldór Ásgrímsson: „Fólk í fyrirrúmi" Það var um margt merkilegt að hlusta á stefnuræðu forsætisráð- herra. Ekki vegna þess að í henni birtist skýr og afmörkuö stefna með framtíöarsýn, heldur fyrst ög fremst vegna þess að forsætis- ráðherra er enn með hugann vib fortíbina. Hann gerir í reynd lítið úr þeim framförum sem orðið hafa á íslandi síðasta áratuginn og þar gildir einu hvort hans flokkur hefur átt aðild að ríkis- stjórn, svo ekki sé talað um Al- þýðuflokkinn. Stefnuræðan er fyrst og fremst um að allt hafi verið rétt gert í tíð núverandi rík- isstjórnar, en rangt í tíð fyrri rík- isstjórna. Hólið um eigin verk verbur mest áberandi og reynt er að lítillækka þá sem gengu göt- una fram til valdatíma núver- andi ríkisstjórnar. Gagnrýnísatri&i Af þessu tilefni er nauðsynlegt að rifja upp helstu gagnrýnisatriði okkar framsóknarmanna á ríkis- stjórn Davíðs Oddssonar. Við gagnrýndum í upphafi þá miklu svartsýni og þá dökku mynd sem birtist hjá núverandi ríkisstjórn. Þetta dró kjarkinn úr lands- mönnum og varð til þess að verðmætasköpunin minnkaði mun meira en annars hefbi orð- ið. Vextir vom hækkaðir í stab þess að grípa til abgerða sem héldu þeim í skefjum. Mikill samdráttur kom hart niður á vel- ferbarkerfinu og setti heimilin í mikinn og sársaukafullan vanda. Ríkisstjórnin taldi að engin af- skipti ætti ab hafa af atvinnulíf- inu. Gjaldþrot voru mun fleiri en ástæða var til með tilheyrandi erfiðleikum. Eftir mikla nibur- sveiflu er nú vissulega farið að birta til. Sá mikli kraftur, sem er í sjávarútveginum, kemur nú til góba og verðmætasköpunin þar er meiri en ýmsir höfðu búist við. Ástæður breytinga Ástæburnar fyrir þessu em marg- ar. Mér kemur ekki til hugar að halda því fram ab allt það, sem núverandi ríkisstjórn hefur gert, hafi verið rangt, en ég veit að sumt af því, sem er ab koma fram í dag, er vegna aðgerða sem grip- ið var til fyrir daga hennar. Mér er jafnframt ljóst ab fyrri ríkis- stjórnum hafa orðið á mistök eins og þessari. Hinu má ekki gleyma að gmndvöllurinn fyrir stöðugleikanum var lagður í þjóðarsáttarsamningunum 1990. Því samstarfi, sem þá tókst, hefur verið haldið áfram og vonandi verður svo um langa framtíb. Fiskveiðistefnan var mótub í tíb fyrri ríkisstjórnar, en það tók alltof langan tíma hjá núverandi ríkisstjórn að festa hana í sessi. Það tafði vemlega fyrir framför- um í sjávarútveginum. Núver- andi ríkisstjórn ætlaði sér að gjörbreyta þessari stefnu, en þab var ekki síst vegna jákvæðrar stjórnarandstöbu Framsóknar- flokksins að þab tókst að ná nið- urstöðu. Fortí&arfræ&in Það hefur lítinn tilgang að sökkva sér sífellt niður í fortíðina með líkum hætti og forsætisráb- herra gerir, og það þýöir ekkert að bera þaö á borb fyrir almenn- ing að kaupmáttur launafólks hafi hrapað stöðugt hér áður fyrr, eins og hann sagði m.a. um árin 1989 og 1990. Þab kemur fram á bls. 31 í þjóðhagsáætlun að kaupmáttur ráðstöfunartekna fór vaxandi frá miðju ári 1990 til miðs árs 1991, en hefur síðan verib að falla af ýmsum ástæð- um, þar á meðal af völdum nú- verandi ríkisstjórnar. Óskhyggj- an um eigin verk verður einnig yfirsterkari, þegar því er haldið fram að afkoma iðnáðarins hafi batnað um 20%, sem er því mið- ur ekki rétt. Manngildi ofar au&gildi Eitt mikilvægasta atribið í stefnu- skrá Framsóknarflokksins er ab við setjum manngildi ofar auð- gildi. Á tímum atvinnuleysis og vaxandi misréttis teljum við það vera mikilvægasta hlutverk flokksins í stjórnmálum að segja til um hvernig við getum unnið hugsjónum okkar brautargengi, ef við fáum til þess aðstöðu og traust í næstu kosningum. í lok nóvember munum við halda flokksþing og undirbúum stefnu- mörkun Framsóknarflokksins um þessar mundir undir kjörorð- inu „Fólk í fyrirrúmi". Meb því viljum við leggja áherslu á að við viljum þjóna hagsmunum fólks- ins og veita íbúum landsins sem besta möguleika til að lifa ham- ingjusömu lífi. Atvinnumál og hagvöxtur Við munum leggja höfubáhersl- una á atvinnumál. Auka verbur fjárfestinguna, ef atvinnustig á að batna. Við teljum ab ríkisvald- ið eigi að hafa afskipti af þeim málum og við viljum breyta Byggðastofnun í atvinnumála- stofnun þar sem hið pólitíska vald og aðilar vinnumarkabarins taki höndum saman um að ab- stoða við uppbyggingu atvinnu- lífs um land allt. Núverandi ríkis- stjórn hefur dregib allan mátt úr þessari stofnun og það er kom- inn tími til að umbylta henni og gefa henni nýtt líf. Það er naub- synlegt að hún hafi í þjónustu sinni atvinnumálafulltrúa í öll- um kjördæmum, sem geta ráð- lagt þeim sem vilja stofna ný fyr- irtæki og taka þátt í að auka hag- vöxtinn. Hún verður jafnframt ab geta tekið þátt í nýjungum Rœöa flutt á Alþingi eftir stefnurœöu forsœtisráöherra með því að leggja fram áhættufé í afmörkuðum tilvikum. Við viljum breyta skattalögum þannig að almenningi verði aub- veldað að leggja fram fé í at- vinnurekstur. Vib viljum örva þátttöku lífeyrissjóbanna í at- vinnulífinu og greiða fyrir því með skattalagabreytingum að þeir leggi fram fjármagn á móti launþegum til uppbyggingar. Við viljum endurskipuleggja fjár- festingarlánasjóöina þannig ab þeir hafi meira fmmkvæði. Við viljum auka fjármagn ríkisins til markaðs- og þróunarstarfs og við viljum leggja mesta áherslu á rík- isútgjöld sem skapa fleiri störf, eins og t.d. viðhaldsverkefni. Hækkum persónu- afsláttlnn Við trúum því að það megi ná meiri hagvexti en nú lítur út fyr- ir að verði. Við trúum því ab með auknum hagvexti megi ná jöfn- uði í ríkisfjármálum án þess að skera niður ríkisútgjöldin eða auka skattana. Við teljum að að- gerðir í atvinnumálum og aukin verðmætasköpun séu lykillinn að því að leysa hér margvíslegt misrétti. Við gagnrýnum núver- andi ríkisstjórn fyrir að vera ríkis- stjórn sumra en ekki allra. Við teljum fráleitt ab lækka nú skatta á þá sem meira mega sín, í staö þess ab jafna byrðarnar. Við vilj- um nýta það svigrúm sem há- tekjuskatturinn gefur og með því að samræma skattlagningu allra eigna og tekna, þar með talið fjármagnstekna, til að hækka persónuafsláttinn, sem hefur lækkab vemlega í tíb núverandi ríkisstjórnar þrátt fyrir fögur fyr- irheit Sjálfstæðisflokksins í síð- ustu kosningabaráttu. Vib teljum að það hafi verið mistök ab taka upp tvö þrep í virðisaukaskatti og það hefði mátt ná fram mun meiri jöfnuði meb því að hækka persónuafslátt og barnabætur til barnmargra fjölskyldna. Bjartsýni og framtíöin Við framsóknarmenn emm því ekki jafn ánægðir með lífið og til- vemna og forsætisráðherra. Ekki vegna þess að við séum ekki bjartsýn eba vegna þess ab vib trúum ekki á framtíbina, heldur vegna þess að við sættum okkur ekki við að hagvöxtur sé mun minni hér á landi en gerist og gengur í nágrannalöndunum. Því miður virðist forsætisráð- herra ekki hafa meiri metnað fyr- ir hönd þjóöarinnar og ríkis- stjórnarinnar en að. vera ánægð- ur með að vera einna nebstur á blaði að því er varðar aukningu þjóbartekna í Evrópu. Trúnaöarbrestur stöövar úrlausn mála Við höfum vemlegar efasemdir um að núverandi ríkisstjórn geti tekist á vib þau verkefni sem em framundan. Fjárlagafmmvarpib byggir á ýmsum forsendum sem ekki eru orðnar að raunvemleika. Ýmsir ráðherrar em uppteknir af öðm en ab skapa forsendur fyrir þeim aðhaldsaðgerbum sem gert er ráb fyrir í fjárlagafmmvarpinu. Öllum er kunnugt að heilbrigðis- rábuneytið fer u.þ.b. tvo millj- arða fram úr forsendum fjárlaga á þessu ári. Það er ekkert sem bendir til að svo verði ekki jafn- framt á næsta ári. Sama má segja um ýmsa abra þætti fmmvarps- ins. Þab er naubsynlegt að setja mikinn kraft í undirbúning að tvíhliða samningi milli íslands og Evrópusambandsins. Lítið virðist gerast í þeim málum, enda er ríkisstjórnin ósammála um leiðir og forsætisráðherra hefur lýst því yfir ab hann treysti ekki utanríkisráðherra til þeirra samninga. Hann hefur með því lýst sig sammála stjórnarand- stöðunni og er því kominn í stjórnarandstöðu í eigin ríkis- stjórn. Mikið vantraust virðist hafa skapast milli stjórnarflokk- anna og vib höldum því fram ab í því andrúmslofti sé ekki hægt að finna lausn á mikilvægum málum. Sú staða er alveg ný í íslensk- um stjórnmálum, ab flokkar haldi áfram að sitja saman í ríkis- stjórn þótt trúnaðarbrestur og vantraust ríki á milli þeirra. Hvað er nú orðið af heiðursmanna- samkomulaginu úr Viðey, sem væntanlega hefur verið byggt á gagnkvæmu trausti? Þjóðin þarf á því að halda að fá ríkisstjórn sem hefur traust út á vib og inn á við. Þab verður ab ríkja gagnkvæmur trúnaður inn- an ríkisstjórnar sem ætlast til ab vera tekin alvarlega. Forsætisráðherra getur ekki breitt upp fyrir haus og látið sem ekkert sé, en því miður bendir allt til ab kraftar ríkisstjórnarinn- ar fari á næstunni fyrst og fremst í að halda sér sem fastast í stól- ana og eyða tímanum í tilraunir til að afla sér syndakvittana fyrir vanhugsuð störf. Framtíöin er besta eign okkar Við framsóknarmenn munum láta á það reyna í næstu kosning- um og stjórnarmyndun, sem á eftir mun fara, hvort manngildið verður ofar auðgildi í okkar á- gæta landi og hvort það verður fólk sem verður í fyrirrúmi eða kreddukenningar, sem byggja á afskiptaleysi ríkisvaldsins á sviöi atvinnumála og kjarajöfnunar. Við þorum ab takast á við við- fangsefnin og ætlum okkur ab gera það á grundvelli þess að framtíðin er það besta sem við eigum. Fortíbin er gób í minn- ingunni, en breytir litlu um ár- angurinn sem við náum á kom- andi tíð. ■ Endurskoðun og pólitík Oft heyrist sagt að allir stjórn- málamenn séu eins, og er þá átt við að allir séu þeir spilltir. Þetta hefur heyrst oftar nú að undanförnu en stundum áður, vegna blygðunarlausrar fram- komu og í framhaldi af því katt- arþvotti tiltekinna stjórnmála- manna úr mesta hagsmuna- gæsluflokki Islands. Af mörgu vondu í því máli, sem hneykslað hefur landsmenn ab undanförnu, þykir mér eitt hvaö verst: Að ráöherrann skuli óbein- línis segja að allir abrir stjórn- málamenn séu jafn spilltir og hann sjálfur. Eða hvernig á að skilja yfirlýsinguna um ab hann hafi lagt sín spil á borðið og nú sé komið að öðrum? Mér datt nú bara í hug sagan um manninn sem lofað hafði fjölskyldunni að bæta ráð sitt og sagði af því tilefni við kunningja sinn: „Ég er alveg hættur að berja konuna mína. Ert þú hættur að berja þína?" Veslings viðmæl- andinn varð orðlaus, hann hafði aldrei lagt hendur á nokkurn mann og allra síst konuna sína, en nú var kunninginn allt í einu búinn að gera hann að illmenni, bara af því ab sá var það sjálfur. Það getur vel verib ab svipuð hugsun hafi verið að baki árásun- um á Ólaf Jóhannesson fyrir tæp- um 20 ámm. Þeir, sem réðust ab honum, hafa ef til vill ekki þekkt annað en spillingu í sínum eigin flokki og þar af leiðandi ætlað öbmm það sama. Saklaus stóð Ólafur að sjálf- sögðu af sér árásirnar, en framan af trúbu sumir því að þar færi spilltur maður, aðeins af því að hann var stjórnmálamaður. Frá mínum bæjar- dyrum LEÓ E. LÖVE í umræðu dagsins í dag bíta ráð- herrarnir höfuðið af skömminni þegar þeir leyfa sér ab gefa í skyn að aðrir stjórnmálaleiðtogar séu engu betri en þeir sjálfir og sitja sem fastast eftir að flett hefur verið ofan af hneykslismálum sem myndu leiöa til afsagnar með skömm í öllum þróuðum lýðræðisríkjum. Það furðar mig að samráðherrarnir skuli ekkert segja, því þögn þeirra skilja sum- ir án efa sem samþykki og um leið samsekt. Hvers vegna sitja ráðherrar Sjálfstæðisflokksins undir dylgj- um um að þeim sé nauðsyn að leggja einhver spil á borðið? Og hvers vegna heyrist ekkert frá ráðherranum sem þá var bara þingmaður, en fór fremstur þing- manna í árásunum á Ólaf Jó- hannesson? Vib getum ekki með góðri sam- visku kallað okkur lýðræðis- og menningarþjóð á meöan siðferb- isleg stórmál fá ekki aöra af- greiðslu en að vera vísað til Ríkis- endurskoðunar. Ekki síst eftir orð þau, sem féllu þegar endurskoð- un fór fram á fjármálastjórn ráb- herrans sem bæjarstjóra, en sam- kvæmt þeim var endurskoðunin tómt plat! ■

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.