Tíminn - 06.10.1994, Blaðsíða 16

Tíminn - 06.10.1994, Blaðsíða 16
16 ®f®WtfpU Fimmtudagur 6. október 1994 ri m | Wímm : flffJ Í| II Ipi ífffáa 1 I m | 'k\ !'IW| f! \ Bj: 9 ■!h I!l [|í|| 11 m mm 161 H ||||| i h j 1|H Sjíj ]ón Torfi jónasson. Nemendum sem velja stúdentsprófiö hefur fjölgaö gríöarlega á undanförnum árum. jón Torfi Jónasson, dósent viö Háskóla Islands: Stúdentspróf oröiö grunnnám kvenna s Aundanförnum árum hef- ur þeim nemendum, sem valib hafa nám til stúd- entsprófs, fjölgaö gríbarlega. Ástæöa þess er sú staöreynd aö vegna ýmissa aöstæöna telur ungt fólk þaö besta kostinn aö stefna á nám á háskólastigi. Hlutfallsleg fjölgun kvenna í námi á háskólastigi hér á landi er miklu meiri en hjá körlum og svipuö tilhneiging er í námi til stúdentsprófs, en þar eru skilin ekki eins skýr. Astæöan er meöal annars aö nám til heföbundinna kvennastarfa er aö mestu komiö á háskólastig, auk þess sem kvenfólk hefur sótt æ meira í annaö nám á há- skólastigi. Jón Torfi Jónasson, dósent viö Háskóla íslands, flutti á dögun- um fyrirlestur á ráöstefnu, sem Viöskipta- og hagfræöideild og Félagsvísindadeild Háskóla ís- lands héldu undir yfirskriftinni „Rannsóknir í félagsvísindum". Fyrirlesturinn kallaöi hann: „Er skólakerfiö aö springa? Um þró- un háskólastigs á íslandi". Jón Torfi segir þessa þróun skilj- anlega og þaö séu alls konar ástæöur fyrir því. Nemendur velji stúdentsprófið, jafnvel þótt sum- ir telji sig ekki hafa neinn sérstak- an áhuga á því og vildu gjarnan nema eitthvaö annað. „Þeir sjá allar leiðirnar sem opnast meö því. Þeir sjá þjóöfélag í þróun. Þeir vita aö þaö verður óöryggi á vinnumarkaöi og þaö sé best að hnýta gott öryggisnet. Það er ljóst aö fólk hugsar þannig og þaö er skynsamlegt. Viö erum í þjóöfélagi sem krefst mikillar menntunar, sem fólk veröur aö hafa ef þaö ætlar að hafa eitt- hvert svigrúm. Menn geta komist inn í tiltekið starf án menntunar og verið þar, en það er miklu minna svigrúm til breytinga, þar sem menntunina vantar," segir Jón Torfi. Þessi afstaöa sé trúlega í huga nemenda í framhaldsskól- um. Hann segist vera á bábum áttum um hvort þessi þróun sé heppi- leg. Þaö hafi verið of lítið um starfsnám á framhaldsskólastigi, sérstaklega á efri enda þess, og það hefði verið heppilegra aö efla það meira, bæöi af stjórnvöldum og meö því ab atvinnulífið hefði gefiö merki um aö þab vildi slíkt nám. Slík merki hafa ekki verið áberandi. Á hinn bóginn segir Jón Torfi það eftirsóknarvert að fólk hafi tiltölulega mikla mennt- un ab baki sér. „Ég held bara aö menntun okkar sé alltof bókleg. Það sé líklega meiri vandi en að hún taki of langan tíma. Ég held að þjóðfélagi sé hollt að vera með vel menntaö fólk og töluvert af því. Það er líka lífsnauösyn fyrir atvinnulíf, aö til sé vel menntab fólk í sem flestum starfsgreinum, sem þurfi aö skapa sér störf. Aö< vera meö fólk, sem hefur mennt- aö sig til tiltekinna starfssviöa og er að hasla sér völl. Störfin eru ekki til og þaö verður sjálft aö fara af staö og skapa þau. Ég vil raunar ganga svo langt að segja að þaö sé lykilforsenda gerjunar í atvinnulífinu. Þannig ætti þetta aö vera í öllum atvinnugrein- um." Sem svar viö spurningunni um hvort sú þróun, sem lýst er hér aö framan um að nemendur leiti í æ ríkari mæli eftir stúdentsprófi, komi til meö að halda áfram, seg- ir Jón Torfi að þaö hljóti að koma aö því að vib náum einhverjum stööugleika. Hins vegar er engin merki enn að sjá um að hann sé í nánd. Þróunin undanfarna ára- tugi hefur verið ótrúlega stööug. Eins og áöur sagði hefur fjöldi stúlkna, sem lokið hafa stúdents- prófi, og þeirra, sem stunda nám á háskólastigi, aukist gríöarlega og langt umfram þaö sem gerist hjá körlum. Hvað fjölda stúlkna í framhaldsskólum varðar, segir Jón Torfi ab líta megi orbib á stúdentspróf sem grunnnám fyrir stúlkur. í flestum þeirra greina, sem virðast höföa til þeirra, er nánast nauösynlegt aö hafa stúd- entspróf og þaö eru skýr merki til þeirra aö hafi þeir áhuga á slíkum störfum í framtíbinni, þá verði þær aö ijúka þessari „grunn- menntun". Jón Torfi segir að búið sé að færa flestar þær starfsgreinar, þar sem kvenfólk hafi verib yfirgnæfandi meirihluti starfsmanna, á há- skólastig og það skýri meðal ann- ars aö kvenfólki hefur fjölgað hlutfallslega meira en körlum í námi á háskólastigi. Aö auki hef- ur hlutur kvenna í öðrum grein- um á háskólastigi farib vaxandi. „Þab þarf því mikið að breytast til að maður spái því að stúlkur minnki ásókn í stúdentspróf í framtíðinni. Þetta er þróun sem átt hefur sér stað síðastliðin þrjá- tíu ár, þannig ab hún á ekki aö koma á óvart, en ég er ekki viss um að þeir sem hafa fjallað um skólamál hafi gert sér fulla grein fyrir því hve skýr hún er." Samkvæmt þeim upplýsingum, sem liggja fyrir um fjölgun nem- enda á háskólastigi, taka karl- menn ekki þátt í vexti háskóla- stigs.Jón Torfi segir að þrýstingur stúdenta á ýmsar brautir sem karlmenn hafa sótt í, s.s. iönnám af ýmsu tagi, sé smám saman að aukast og verði mjög greinilegur innan fárra ára. Þar sem þar er einnig samkeppni, ýtir það þeim frá sem ekki hafa lokiö stúdents- prófi, auk þess sem líklegt er að farið veröi aö skipuleggja þaö nám öðruvísi. „Stúdentsprófiö er orðið gríöarlega sterkt afl í skóla- kerfinu og þab má segja aö há- skólakerfið hafi svarað aö nokkru leyti þrýstingi frá stúlkum með því ab taka við þeim, en ekki frá piltunum. Þeir taka jú stúdents- prófiö, en þeir finna sig ekki í eins ríkum mæli innan háskóla- kerfisins og kvenfólkið gerir. Ég haföi gert mér grein fyrir þessari aukningu á námi á háskólastigi og fjölgun stúdentsprófa, en ég haföi hins vegar ekki gert mér fulla grein fyrir þeim mikla mun sem,er orðinn á stööu pilta og stúlkna." Jón Torfi segir það ljóst að há- skólakerfið sé að eflast hér á landi og fátt geti stöövað vöxt þess. Þaö sé og muni verða mjög sterkt skólastig. Þaö sé í þróun og hún muni vissulega halda áfram. Hann segir t.d. aö iðulega hafi komiö upp sú skobun aö sameina ætti háskólastigiö undir einn hatt, þ.e.a.s. undir Háskóla ís- lands. „Ég held aö þaö væri af- skaplega óráðlegt. Háskólastigiö er oröið nokkuö almennt skóla- stig og ef það væri allt sameinað í eitt kerfi, undir Háskóla íslands, þá myndi þab lúta lögmálum hans. Þetta yrði gert á sama tíma og hann er að hasla sér völl sem rannsóknarstofnun og vísinda- setur og leggur áherslu á fram- haldsnám. Þaö myndi setja þaö, sem viö köllum háskólanám, inn í alltof þröngan ramma. Það er lífsspursmál fyrir starfsmenntun í landinu aö á háskólastigi fái aö þróast ólíkir skólar." Hann segir ennfremur aö stjórnvöld ættu aö ýta undir skóla s.s. Verslunarhá- skóla, Samvinnuháskóla, Tækni- skóla íslands o.s.frv. til að reyna að efla starfsnám, sem væri ann- aö hvort á einhverju millistigi eöa háskólastigi, sem væri jafn gagnlegt og nám í HÍ, en hefði dálítið aörar áherslur. Ungt fólk vill bersýnilega fara í sérnám, þótt það taki stúdentspróf. Það sést best af aðsókn í margvíslegt starfsnám, t.d. mikilli aösókn stúlkna í kennaranám, hjúkrun- arfræði og fleiri skyldar greinar." Jón Torfi telur aö þróunin næstu 20-30 árin veröi svipuð því sem hún hefur verið undanfarna ára- tugi. Þaö kosti talsverða peninga og hann segist ekki sjá þá liggja á lausu, en þaö muni samt ekki standa í vegi fyrir þessari þróun, hvort sem fólk fer aö greiða meira fyrir námið eða þaö verður gert ódýrara. Ekkert muni stööva sókn fólks í aukna menntun. Það hafi mjög oft verið reynt á síðustu ára- tugum ab beina fólki frá hinni beinu og breiðu braut stúdents- prófsins, en ekki tekist. Jón Torfi segir heldur ekki ráðlegt aö gera það. „Þarna held ég að óskir nem- enda eigi að ráöa ferðinni. Á móti koma upp spurningar um hver eigi að bera kostnaðinn, en ég er sannfæröur um aö það sé þjóðfé- lagslega hollt og mikilvægt að hafa þessa gerjun í menntun og að þjóbfélagib eigi að bera mestan hluta af þeim kostnaði. Ég vil hvorki hindra nemendur til náms né láta þá greiða mikið fyrir þaö." Á móti segir Jón Torfi að stjórn- völdum beri að koma því þannig fyrir að nemendum standi til boða einhverjir aðrir alvöru kost- ir en þeir bóknámskostir sem há- skólastigið hefur boðið upp á hér á landi. í stað þess að reyna að finna leiðir til aö stöðva þessa þróun, ættu menn aö reyna að finna nýjar leiðir til menntunar. Eins og mál standi nú, verði þeir annað hvort að vera á háskóla- stiginu eða millistigi sem er við efri enda framhaldsskólastigsins. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.