Tíminn - 06.10.1994, Blaðsíða 15

Tíminn - 06.10.1994, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 6. október 1994 \SrVWW WW 15 Á bilinu 800-900 þúsund manns koma í Háskólabíó ár hvert, þar á mebal háskólanemar. Fribbert Pálsson framkvœmdastjóri: „ Gott að hafa ungt og ferskt fólk hér innandyra" Fribbert Pálsson, framkvœmdastjóri Háskólabíós. Tímamynd Pjetur Háskólabíó er stærsta kvik- myndahús hér á land, en þab tekur um 1800 manns í sæti í fímm sölum. A5 auki hýsir Háskólabíó starfsemi Sinfón- íuhljómsveitar íslands, Há- skóli íslands leigir þar af>- stöðu til kennslu og Lands- banki Islands leigir þar einn- ig aöstööu fyrir bankaútibú. Háskólabíó er eign Sáttmála- sjóös, en hann er í varöveislu Háskólans. Friðbert Pálsson, fram- kvæmdastjóri Háskólabíós, segir reksturinn hafa geng- ið nokkuð samkvæmt áætlun á undanförnum árum. Sam- keppnin á þessum tíma hafi harönað mjög mikið, en það sé að mörgu léyti einungis til góðs. Friðbert segir Háskólabíó örugg- lega best nýtta samkomuhús á landinu. „Það er starfsemi í því frá kl. átta á morgnana og til hálftvö á næturnar. Þá tekur vib viðhald og hreingerningar og það má því segja að líf sé í hús- inu allan sólarhringinn. Þess má geta að í Háskólabíó koma á bil- inu 800-900 þúsund manns á ári," segir Friðbert. Undanfari stofnunar Háskóla- bíós var stofnun Tjarnarbíós, snemma á fimmta áratugnum, og kom það til vegna mikillar eftirspurnar eftir bíósýningum í kjölfar hersetu hér á landi. Tjarnarbíói var ætlað að skapa Háskólanum tekjur til starfsemi sinnar. Á næstu árum þróast starfsemi fyrirtækisins og árið 1957 er tekin ákvörðun um að byggja það sem þá var kallað samkomuhús fyrir skólann, og árið 1961 opnabi þab undir nafninu Háskólabíó í því húsi sem það er nú í. Árið 1987 er síðan tekin ákvöröun um að byggja við það húsnæði og voru þá reistir fjórir salir meb um 800 sæti, sem þýbir ab nú eru í Há- skólabíó um 1800 sæti og er það langstærsta samkomu- og kvik- myndahús á landinu. Voru nýju salirnir fjórir opnabir árib 1990. Hlutverk Háskólabíós hefur breyst talsvert á þeim árum sem liöin eru frá því að Tjarnarbíó var stofnað. Þegar hönnun stóra salarins í Háskólabíói hófst, kom fram krafa frá hinu opin- bera um að hann gæti líka hýst Sinfóníuhljómsveit íslands, sem þá var á hrakhólum. Frið- bert Pálsson segir það hafa verið nokkuð flókið verkefni úrlausn- ar, þar sem hljómburður fyrir lifandi tónlist krefjist allt öðru- vísi húsnæðis en hljómburður fyrir kvikmyndatónlist. Til að leysa þetta var fenginn danskur hljómburbarsérfræðingur, sem vann við þetta verkefni á árun- um 1959-61. Um var að ræða virtan mann á sínu sviöi og má sem dæmi nefna ab næsta verk- efni hans á eftir Háskólabíói var óperuhúsiö í Sydney í Ástralíu. Eins og áður segir er Háskóla- bíó í eigu Sáttmálasjóðs, sem stofnaður var upp úr sambands- slitum íslands og Danmerkur 1918. Hlutverk sjóðsins er að styrkja menningarlegt samstarf landanna tveggja og aðra menningarstarfsemi innan HÍ. Sjóðurinn er sjálfseignarstofn- un og til hans renna um 90% af skemmtanaskatti, sem Háskóla- bíó innheimtir af hverjum seld- um bíómiba, en þab eru um 75 kr. af hverjum bíómiða. Hagn- aöi, ef hann verður, segir Frið- bert að varið sé til framkvæmda hjá fyrirtækinu og tap verði það að bera sjálft. Hagnaðinn af rekstrinum á undanförnum ára- tugum má sjá í eignum bíósins við Hagatorg, en þær eru metn- ar á um 1,5 milljarða og eru skuldir fyrirtækisins innan vib 10% af þeirri upphæð. Þrátt fyrir að Háskólabíó sé ekki beinn abili að Háskóla ís- lands, eru tengsl þessara aðila talsverb. Háskólinn leigir ab- stöðu í skólanum fyrir kennslu og á undanförnum árum hafa aðrir þættir en kvikmyndasýn- ingar sífellt verib að auka hlut sinn. Auk kennslu hjá Háskóla íslands má nefna tónleika, fundi og ráðstefnur af ýmsu tagi. „Ég geri fastlega ráð fyrir því að bíósýningar hafi veriö á bilinu 80- 90% af starfseminni fyrir um 20 árum, en nú er þessi hluti kominn niður í 33% af heildarveltu. Það má kannski segja að þetta hafi verið svar okkar við harðari samkeppni á bíómarkaöinum, þar sem rekstr- arskilyrðin hafa farið versnandi og því höfum viö leitaö á inn nýjar brautir," segir Fribbert Pálsson. Hann segist ennfremur vera mjög ánægbur með sam- starfið við Háskóla íslands og nemendur hans. Bíósókn íslendinga hefur um langt árabil verib með því mesta sem þekkist í heiminum og að meðaltali fara Reykvíkingar um 10 sinnum í bíó á ári. Til saman- burðar má nefna að í Noregi fer almenningur að meðaltali um fjórum sinnum í kvikmyndahús á ári, í Danmörku tæplega þrisv- ar og í Bretlandi um tvisvar sinnum. Ástæðurnar segir Frið- bert vera þá hefð sem er fyrir bíóferðum hér á landi, aö ódýr- ara sé að fara í bíó hér á landi og að í kjölfar meiri samkeppni á þessu sviði eru kvikmyndir glæ- nýjar þegar þær eru frumsýndar hér á landi. Fribbert segist vera viss um að framundan séu skemmtilegir tímar og að Háskólabíó muni leggja sig fram um að mæta þörfum Háskólans hvað kennsluhúsnæði varðar. Salir Háskólabíós séu langbesta kennsluhúsnæðiö sem skólinn hafi yfir aö ráða í dag, og segir Friðbert að þeir ætli að gera enn betur. „Það er gott að hafa ungt og ferskt fólk hér innandyra. Það kemur með nýjar hug- myndir og um húsið blása fersk- ir vindar. Ég er viss um að sam- starfið við Háskólann og nem- endur hans skapar okkur þá möguleika að vera fremstir á þessum markaði," segir Friðbert aö lokum. ■ Happdrætti Háskóla íslands er svona vinsælt af því það greiðir mest út til viðskiptavina sinna! En HHÍ er ekki bara með hæsta vinningshlutfallið, heldur eru vinningslíkurnar einnig mestar. Annar hver miði getur unnið. Undanfarin 60 ár hafa tugþúsundir ungmenna hlotið menntun í Háskóla íslands, þjóðinni til heilla. Þökk sé þér og Happdrætti Hákólans. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.