Tíminn - 06.10.1994, Blaðsíða 19

Tíminn - 06.10.1994, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 6. október 1994 19 Langholtskirkja: Orgel fyrir jól? Söfnunarátak vegna orgelkaupa í Langholtskirkju hefur nú staðið yfir í tvö ár. Söfnunin hefur gengið samkvæmt áætlun og er nú veriö að ganga frá því hvaðan orgelið verður keypt. Vonast er til að samningar um smíði hljóðfæris verði í höfn fyrir jól. Söfnunarféö kemur fyrst og fremst inn frá föstum styrktaraöilum, sem greiða ákveðna upphæð á mánuði, flestir kr. 500. Auk þess hefur hljómdiskurinn „Það var lagið", sem gefinn var út haustið 1992 meö Kór Langholtskirkju, einsöngvur- um og Kammersveit Langholts- kirkju, skilab umtalsverbum hagn- abi. Mjög margar minningargjafir hafa borist í sjóðinn, en þab færist mjög í vöxt aö aðstandendur bendi á hann, er ástvinir eru bornir til grafar. Einu sinni á ári er efnt til glæsi- legra tónleika fyrir styrktaraðila og fær hver þeirra tvo miða. Þriðju styrktartónleikar orgelsjóðsins verba dagana 6., 7. og 8. október. Þar munu koma fram Karlakórinn Fóstbræður, Gunnar Kvaran selló- leikari og Gísli Magnússon píanó- leikari, Kór Langholtskirkju ásamt Guðrúnu Maríu Finnbogadóttur, sem var sigurvegari í Tónvaka- keppni ríkisútvarpsins 1994 og söng lengi með Kór Langholts- kirkju. „The Boys" Rúnar og Arnar Halldórssynir, ungu íslensku strák- arnir sem búa í Noregi og hafa gert þar garðinn frægan, munu einnig koma fram. Þeir tengjast Langholts- kirkju á skemmtilegan hátt, þar sem afi þeirra, Kristinn Sigurjónsson, var yfirsmiður kirkjubyggingarinn- ar og er í sóknarnefnd kirkjunnar. Erindi þeirra til íslands er reyndar það að þeir fermast í Langholts- kirkju sunnudaginn 9. október. Þess má geta í leiðinni aö um þessar mundir er að koma út hér á landi annar hljómdiskur þeirra, en fyrri diskurinn seldist mjög vel og fengu þeir afhenta gullplötu fyrir hann. Það er mikil þörf fyrir orgel í Lang- holtskirkju, þar sem kirkjan er eitt besta og eftirsóttasta tónleikahús landsins. Láta mun nærri að hátt í tuttugu þúsund manns sæki tón- leika í Langholtskirkju árlega. Ljóst er ab vandað orgel mun stórbæta tónleikaabstöðu hússins. ■ Oddafélagið fundar á Skógum Oddafélagiö, samtök áhuga- manna um endurreisn fræba- seturs ab Odda á Rangárvöll- um, heldur sína þribju Odda- stefnu í Skógum undir Eyja- fjöllum. Ráöstefnan fer fram í Skógaskóla og Byggbasafninu í Skógum. Ráðstefnan hefst kl. 13.00, laugardaginn 8. október 1994 og henni lýkur eigi síðar en kl. 18. þann dag. Ráöstefnuna setur Þór Jakobs- son veðurfræðingur, formaður Oddafélagsins. Sverrir Magnús- son skólastjóri og Þór Magnús- son þjóðminjavörður ræða um minjavörsluna í landinu. Þórð- ur Tómasson, safnstjóri í Skóg- um, heldur erindi um Skóga- safnið, þróun þess og starfsemi. Sigríður Sigurðardóttir, safn- vörður í Glaumbæ, flytur erindi um torfbæi og safnamál, Inga Lára Baldvinsdóttir, deildar- stjóri í Þjóðminjasafni, flytur er- indi um hlutverk byggðasafna og Gísli Sverrir Árnason, for- stöðumaður sýslusafns Austur- Skaftafellssýslu, Höfn, heldur erindi um héraðsskjalasöfn. Ef næg þátttaka fæst verður rútuferb úr Reykjavík kl. 11.00. Þátttaka tilkynnist fyrir fimmtu- dag í síma 600600 og 31487 hjá Þór Jakobssyni eða í síma 98- 78226 og 98-78668 hjá Friðjóni Guðröðarsyni. DAGBOK Fimmtudagur 6 október 279. dagur ársins - 86 dagar eftir. 40. vlka Sólris kl. 7.50 sólarlag kl. 18.40 Dagurinn styttist um 7 mínutur Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Bridskeppni, tvímenningur, kl. 13 í dag í Risinu. Dansað kl. 20 í kvöld í Risinu. Dansbandið Sveitin milli sanda sér um tón- listina. Opið öllum. Sigurvegarar í laukal- eik Blómavals Á sýningunni íslensk blóm 1994, sem haldin var í Perl- unni dagana 17.-18. septem- ber, gekkst Blómaval fyrir lau- kaleik þar sem gestir áttu að giska á fjölda lauka í körfu einni mikilli. Mikill fjöldi lausna barst og á meðal þeirra var ein sem reyndist vera hár- rétt eða 4972 stk. Hinn get- spaki reyndist vera Gunnar Jó- hannesson og fékk hann ásamt konu sinni, Ernu Guðmunds- dóttur, 10.000 kr. laukaúttekt að launum fyrir vikið. Alda Ármanna Sveins- dóttlr sýnir í Sparl- sjóbnum í Garbabæ Opnuð verður málverkasýning í Sparisjóbnum í Garðabæ, Garbatorgi 1, á verkum Öldu Ármönnu Sveinsdóttur mynd- listarkonu, laugardaginn 8. október kl. 14 til 17. Sýningin verður síban opin sunnudaginn 9. október frá kl. 14 til 17 og eftir það á opnun- artíma Sparisjóðsins frá kl. 8.30-16 alla virka daga til 30. nóvember. Alda Ármanna er fædd á Noröfirði. Myndlistarnám hennar: 1954 Myndlistaskól- inn í Reykjavík. 1964- 1972 námskeið í myndlist hjá Myndlistafélagi Norðfjarðar. 1983- 1987 Myndlista- og handíðaskóli íslands meö loka- próf úr kennaradeild. 1986 námsferb til New York. 1990- 1991 Myndlistaskólinn í Reykjavík, framhaldsnám í ol- íumálun. Hún hefur haldið fjölda einkasýninga hérlendis og er- lendis, auk þess að taka þátt í fjölda samsýninga. Hún var einn af stofnfélögum Mynd- listafélags Neskaupstabar 1965 og virkur þátttakandi í félaginu allt til ársins 1972. Á sýningunni í Sparisjóönum í Garðabæ mun Alda sýna olíu- verk, m.a. hluta af sýningunni „Gyðjur í íslensku samfélagi", sem hún hélt á Nordisk Forum í Finnlandi í sumar. Ennfremur myndir unnar í framhaldi af því. Myndunum fylgja ljóð- rænir textar, sem tengjast efni myndanna. Myndirnar verða til sölu. Við opnun sýningarinnar munu Sigurður Þorbergsson og Ingibjörg Guðlaugsdóttir spila á básúnu. Brynhildur Þorgeirs- dóttir sýnlr í Slunka- ríki á ísafirbi 8.-24. október sýnir Brynhildur Þorgeirsdóttir skúlptúra í Gall- erí Slunkaríki á ísafirði. Brynhildur er fædd 1955 ab Hrafnkelsstöðum í Árnessýslu. Utan íslands sptti hún mynd- listarmenntun sfna til Hol- lands og Bandaríkjanna. í þau 12 ár, sem Brynhildur hefur starfað að myndlist, hef- ur hún haldið 9 einkasýningar og tekib þátt í samsýningum beggja vegna Atlantshafsins. Skúlptúrarnir eru unnir úr steinsteypu, gleri og öðrum efnum. Þeir, sem til sýnis eru í Slunkaríki, eru landslagsmynd- anir: strönd, steinar og klettur. Gallerí Slunkaríki, Abalstræti 22, er opið fimmtud.-sunnud. kl. 16-18. Ólöf Nordal sýnir í Gerbubergi Sunnudaginn 9. október kl. 15 opnar Ólöf Nordal myndlistar- sýningu í menningarmiöstöð- inni í Gerðubergi. Á sýning- unni, sem ber titilinn „Sjálfs- mynd", verða skúlptúrar og teikningar. Ólöf Nordal nam við Mynd- lista- og handíðaskóla íslands, Cranbrook Academy of Art og Yale University School of Art, Bandaríkjunum. Sýningin verður opin frá kl. 10-21 mánudaga-fimmtudaga og frá 13-17 föstudaga-sunnu- daga. Sýningunni lýkur 6. nóv- ember ARNAÐ HEILLA Sverrir Meyvantsson. 75 ára afmæli í dag, fimmtudaginn 6. októ- ber, er 75 ára Sverrir G. Mey- vantsson bifreiðastjóri, Baldurs- götu 36, Reykjavík. Sverrir er fæddur í Reykjavík, sonur hins þjóðkunna bónda og bifreiðastjóra Meyvants Sigurðs- sonar á Eibi, Seltjarnarnesi. Sverrir ók um árabil stræti- svögnum og leigubifreiðum, m.a. á Hreyfli og BSR. Kona Sverris var Jóna Ingibjörg Ágústsdóttir, en hún lést á síð- asta ári. t ANDLAT Snorri Jóhannsson látinn Látinn er í Reykjavik Snorri Jó- hannsson, þjónn og fyrrverandi blómasali, fjörutíu og tveggja ára að aldri. Snorri var í stjórn Fulltrúaráðs framsóknarfélag- anna í Reykjavík og gegndi ýms- um trúnaöarstörfum fyrir Fram- sóknarflokkinn. Nú síðast var Snorri annar tveggja kosninga- stjóra Framsóknarflokksins í sveitarstjórnarkosningunum. Snorri lætúr eftir sig eiginkoriu' og tvo syni. APÓTEK Kvöld-, nætur- og helgldagavarsla apóteka I Reyk|avlk frá 30. september tll 6. október er I Apótekl Austurbaejar og Breliholts apótekl. Þaó apótek sem fyrr er nefnt annast eltt vörsluna frá kl. 22.00 að kvöldl t!l kl. 9.00 að morgnl vlrka daga en kl. 22.00 á sunnudögum. Upplýslngar um læknls- og lyfjaþjónustu eru gefnar I sfma 18888. Neyðarvakt Tannlækrtafélags Islands er starfrækt um helgar og á stórhátíóum. Símsvari 681041. Hafnarf jðrður. Hafnarfjaróar apótek og Noróurbæjar apó- tek eru opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og til skiptis annan hvem laugardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00-12.00. Upplýsingar I simsvara nr. 51600. Akureyrl: Akureyrar apótek og Stjörnu apótek eru opin virka daga á opnunartíma búða. Apótekin skiptast á sína vikuna hvort aó sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er opió í þvi apóteki sem sér um þessa vörslu, til kl. 19.00. Á helgidögum er opió frá kl. 11.00-12.00 og 20.00- 21.00. Á öórum tímum er lyfjafræóingur á bakvakt. Upplýs- ingar eru gefnar í síma 22445. Apótek Keflavlkur: Opió virka daga frá kl. 9.00-19.00. Laugard., helgidaga og almenna Iridaga kl. 10.00-12.00. Apótek Vestmannaeyja: Opió virka daga frá kl. 8.00- 18.00. Lokað i hádeginu milli kl. 12.30-14.00. Selfoss: Selfoss apótek er opið til kl. 18.30. Opiö er á laug- ardögum og sunnudögum kl. 10.00-12.00. Akranes: Apötek bæjarins er opió virka daga til kl. 18.30. Á laugard. kl. 10.00-13.00 og sunnud. ki. 13.00-14.00. Garðabær: Apötekió er opió rúmhelga daga kl. 9.00- 18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00. ALMANNATRYGGINGAR HELSTU BÓTAFLOKKAR: 1. október 1994 Mánaðargreiðslur Elli/örorkulífeyrir (grunnlífeyrir)......... 12.329 1/2 hjónalífeyrir............................11.096 Full tekjutrygging ellilífeyrisþega..........22.684 Full tekjutrygging örorkulífeyrisþega.r......23.320 Heimilisuppbót................................7.711 Sérstök heimilisuppbót........................5.304 Bamalífeyrir v/1 bams........................10.300 Meðlagv/1 barns .............................10.300 Mæðralaun/feöralaun v/1 bams..................1.000 Mæóralaun/feöralaun v/2ja bama................5.000 Mæðralaun/feðralaun v/3ja bama eða fleiri...10.800 Ekkjubætur/ekkilsbætur 6 mánaða..............15.448 Ekkjubætur/ekkilsbætur 12 mánaða.............11.583 Fullur ekkjulífeyrir....................... 12.329 Dánarbætur í 8 ár (v/slysa)................ 15.448 Fæóingarstyrkur.‘............................25.090 Vasapeningar vistmanna.......................10.170 Vasapeningar v/sjúkratrygginga...............10.170 Daggreldslur Fullir fæðingardagpeningar.................1.052.00 Sjúkradagpeningar einstaklings...............526.20 Sjúkradagpeningar fyrir hvert barn á framfæri ...142.80 Slysadagpeningar einstaklings................665.70 Slysadagpeningar fyrir hvert barn á framfæri ....142.80 GENGISSKRÁNING 05. október1994 kl. 10,57 Oplnb. vlóm.gengl Gengl Kaup Sala skr.fundar Bandaríkjadollar.... 67,69 67,87 67,78 Sterllngspund 107,28 107,58 107,43 Kanadadollar 50,27 50,43 50,35 Dönsk króna 11,171 11,205 11,188 Norsk króna 10,044 10,074 10,059 Sænsk króna 9,175 9,203 9,189 Flnnskt mark 14,085 14,127 14,106 Franskur frankl 12,795 12,833 12,814 Belglskur franki 2,1261 2,1329 2,1295 Svissneskur franki 52,77 52,93 52,85 Hollenskt gylllnl 39,07 39,19 39,13 Þýskt mark 43,77 43,89 43,83 ítölsk líra ,...0,04300 0,04314 0,04307 Austurrískur sch..„ 6,218 6,238 6,228 Portúg. escudo 0,4288 0,4304 0,4296 Spánskur peseti 0,5276 0,5294 0,5285 Japanskt yen 0,6793 0,6811 0,6802 Irskt pund 106,09 106,45 106,27 Sérst. dráttarr 99,08 99,38 99,23 ECU-Evrópumynt... 83,68 83,94 83,81 Grfsk drakma 0,2871 0,2881 0,2876 BILALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM LANDIÐ MUNIÐ ÓDÝRU HELGARPAKKANA OKKAR REYKJAVtK 91-686915 AKUREYRI 96-21715 PÖNTUM BÍLA ERLENDIS interRent Europcar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.