Tíminn - 06.10.1994, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.10.1994, Blaðsíða 6
6 víafö Fimmtudagur 6. október 1994 Vikurfréttir KEFLAVIK Kiwanisklúbburinn Keilir hefur afhent Rauða kross deildinni á Suðurnesjum 100 bangsa, sem komið verður fyrir í sjúkra- flutningabifreiðum deildarinn- ar. Hér er um að ræða svokallaða Kiwanisbangsa, sem ætlað er að veita börnum huggun á erfið- um stundum, því yfirleitt lenda börn óvænt í sjúkraflutningum og hafa ekki tíma til að taka sinn eigin bangsa með. Það var Björn Herbert Guð- björnsson, formaður styrktar- nefndar Keilis, sem afhenti Gísla Viðari Harðarsyni, for- manni Rauða kross deildar Suð- urnesja, bangsana. Þeir eru nú þegar komnir í alla sjúkrabíl- ana, tilbúnir að veita börnum huggun og jafnvel eldra fólki einnig, ef það finnur huggun í þessum litlu, Ioðnu vinum. Sveppaæta á sjúkrahús Sautján ára gamall piltur var fluttur nýlega á Sjúkrahús Suð- urnesja vegna sveppaáts. Piltur- inn hafði borðað sveppina í teiti í heimahúsi og var orðinn veikur. Starfsfólk sjúkrahússins gerði viðeigandi ráðstafanir og náði pilturinn sér fljótt. Hann mun örugglega láta sér nægja pizzu meö sveppum næst, en ekki of- skynjunarsveppi af umferðar- eyjum. UÐURNESJA F= l=* ÉT-TI R Islandsbanki: Þribjungi starfs- manna sagt upp Tæplega þriðjungi starfsmanna Islandsbanka í Keflavík, níu talsins, hefur verið sagt upp störfum. Starfsmönnunum var boðið að vinna ekki uppsagnar- frestinn, en fá hann greiddan. Allir starfsmennirnir tóku því boði, skv. heimildum blaðsins. Meðal þeirra starfsmanna, sem sagt var upp, eru menn með um 20 ára starfsaldur. íþróttamiöstööin í Garöi: Skápur meö verb- launagripum Jó- hanns afhjúpaöur Nýlega var afhjúpaður gler- skápur í íþróttamiðstöðinni í Garði. Þessi skápur inniheldur Gísli Vibar Harbarson og Björn Herbert Gubbjörnsson meb einn af hundr- ab Kiwanisböngsum sem komnir eru í sjúkrabílana. hluta af verölaunagripum Jó- hanns Jóhannssonar frjáls- íþróttamanns, sem lést fyrr á þessu ári. Það var ekkja Jó- hanns, Anna Birna Björnsdótt- ir, sem afhjúpabi skápinn, sem er staðsettur í anddyri íþrótta- miðstöðvarinnar. Jóhann hefbi orðið 76 ára gamall á þessu ári. Jóhann Jónsson var frækinn íþróttamaður og margfaldur ís- lands-, Evrópu- og heimsmeist- ari í flokki öldunga í frjálsum íþróttum. Eystra- horn Fljóthuga sýslumaöur Sýslumaðurinn okkar var held- ur fljótur á sér, er hann gaf lög- reglunni fyrirmæli um að klippa númerin af mjólkurbíln- um vegna vangoldins virbis- aukaskatts. Lögreglan klippti af, en daginn eftir var samið við Páll Björnsson sýslumabur skilar Arnbirni Sigurbergssyni númera- ptötunum. mjólkurbúið á Egilsstöðum um mjólkurflutninga hér næstu daga. Ekki var langt liðið á þann dag, þegar Páll sýslumað- ur afhenti afleysingabílstjóran- um Arnbirni Sigurbergssyni plöturnar og bað hann að festa á bílinn, því hann væri skrúf- járnslaus. Hafði honum þá yfir- sést um samning sem afleys- ingamaður hans hafði gert við eiganda mjólkurbílsins, Kristj- önu Jensdóttur, meðan hann var í fríi. Eystrahorni er ekki kunnugt um hver beri kostnað af þess- um málarekstri. D) DAGBLAÐ Sigurbur Ingvarsson, oddviti Gerbahrepps, hélt stutta tölu vib athöfnina. Vib hlib hans er Áhna Björnsdóttir, ekkja jóhanns jónssonar. AKUREYRI Gott atvinnu- ástand á Siglufirbi Atvinnuástand er mjög gott á Siglufirði, en nú eru aðeins níu manns á atvinnuleysisskrá, tveir karlar og sjö konur. Þorri kvennanna er á hlutabótum, en þær misstu 100% vinnu og voru endurrábnar í hlutavinnu. Þetta er betra ástand en verið hefur sl. fimm ár. Uppihald hefur verið í lobnuverksmiðj- unni vegna hráefnisskorts og þar kunna að koma til fram- kvæmda einhverjar tíma- bundnar uppsagnir. Á öðrum vinnustöðum skortjr starfsfólk, t.d. hjá frystihúsi Þormóðs ramma hf., en þar vantar a.m.k. tug kvenna í snyrtingu, pökkun o.fl. Fyrir eru um 50 konur við störf. Það ástand hefur verib síðan um miðjan ágústmánuð, er skóla- fólk fór að hverfa af vinnu- markabnum, og eru ekki líkur á að úr þessum skorti rætist á næstunni. Sl. þrjú ár hefur ekki fallið úr dagur í vinnslunni hjá frysti- húsi Þormóðs ramma hf., en þessa dagana er verið að vinna fisk af smábátunum og eins hefur Stálvík SI verib á ísfisk- veiðum í Smugunni og lagt hráefnisöfluninni lið. Húsavíkurbœr: 50 börn bíöa dag- vistunar Málefni leikskóla voru rædd á fundi bæjarráðs Húsavíkur í næstsíðustu viku. Ákveðið var að auglýsa eftir húsi til kaups eða leigu fyrir nýjan leikskóla. Á biðlista á Bestabæ fyrir börn sem eru tveggja ára og eldri eru 50 börn, en að meðtöldum yngri börnum sem skráð eru á biðlista eru börnin alls 73. Sam- kvæmt sundurliðun listans eru tvö börn fædd '89, 4 börn '90, 7 börn '91, 40 börn '92 og 20 börn '93. UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM Sjúkrabílar á Suöurnesjum: Bangsar meb í öll útköll Póstkort sem bókmenntaform Samkvæmt upplýsingum út- gáfufyrirtækisins Bjarts til- kynnti tímaritið Bjartur og frú Emilía á laugardaginn var um úrslit í samkeppni um „póst- kort sem bókmenntaform". Rúmlega 400 kort bárust, en það var samdóma álit að verð- launa útvarpsmanninn og bók- menntafræðinginn Jón Karl hans frá heilsuhælinu á Vífils- stöðum skara fram úr af þeim rúmlega 400 sem bárust. Samkvæmt sömu upplýsing- um er sýning haldin á 40 bestu póstkortunum í anddyri leik- hússins í Héðinshúsinu að Seljavegi 2. Verðlaunapóstkort- ið mun vera frá því um 1930 og skýrir sig sjálft. Helgason, enda þótti póstkort rir heimSoknin<\ ^a/á%tuc 0^ sUV,(í. ^ urj-,r • Wrvni touur i oeof urir rnikinn Suc(n. < r e.oso^ c;rv<1U tuÁ ttií oiv, iiUnn. P ^ > fnn EX c tlw er f*r{ K HjJ' Oaf Tck'r’ aáw en jeajkoirr. KifWu, Flrljo ún Skipun í embætti landsbókavarbar Blaðinu hefur borist eftirfar- andi yfirlýsing frá Félagi bókavaröa í rannsóknar- bókasöfnum: „í tilefni af skipun í embætti landsbókavarðar þann 1. októ- ber til næstu sex ára vill stjórn Félags bókavarða í rannsóknar- bókasöfnum óska nýskipuðum landsbókaverði, sem um árabil var formaöur félagsins, vel- farnaðar í starfi sínu. Stjórnin fagnar því að Ioks skuli hilla undir opnun stærsta rannsóknarbókasafns á íslandi, þ.e. nýtt Landsbókasafn ís- lands — Háskólabókasafn, sem tekur formlega til starfa þann 1. desember á þessu ári. Allir þeir, sem rannsóknir stunda á Islandi, og einnig þeir, sem koma til landsins í því skyni að stunda rannsóknir um Island og íslensk málefni, hljóta að vænta mikils af hinu nýja safni. Megi það verða leiðandi afl á sviði upplýsingaöflunar og sú miðstöð rannsókna og þekkingaröflunar sem slíkt safn á að vera. Til þess að safnið geti farið að gegna sínu víötæka hlutverki sem fyrst, skiptir miklu aö nú verði unnið af kappi við að skilgreina störf og stöður ann- arra starfsmanna hins nýja safns. Von stjórnar FBR er sú aö sameining Landsbókasafns íslands og Háskólabókasafns í eina stofnun gangi farsællega fyrir sig, þannig að allir megi vel við una." ■ Ekki tekin afstaöa til tilboöa í Hvaifjaröargöng nœstu tvœr vikurnar: Unnið að fjármögnun Gylfi Þórðarson, stjórnarfor- maður Spalar, á ekki von á aö afstaða verði tekin til til- boðanna sem bárust í gerö Hvalfjarðarganga næstu tvær vikurnar. Búið er að kanna tæknilega hlið til- boðanna, en erlendir ráð- gjafar vinna enn að fjár- mögnun verksins. Tilboðin voru opnuð á Akra- nesi þann 30. ágúst sl. Þrjú til- boð bárust í verkið og voru þau frá Hagvirki-Klefti o.fl., ístaki o.fl. og Nortaki. Öll til- boðin voru innan áætlunar verktaka, sem var upp á 3,3 milljarða. Gylfi segir að búið sé að skoða tilboðin og nú bíði menn eftir að vinnu ráðgjaf- anna ljúki. Hann á von á að það verði eftir um það bil tvær vikur. Gylfi segist bjartsýnn á að vinna þeirra skili jákvæðum árangri og þá verði hægt að til- kynna hver hljóti verkið og hefja frámkvæmdir. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.