Réttur


Réttur - 01.04.1980, Page 41

Réttur - 01.04.1980, Page 41
Ton Duc Thang, varaforseti, flytur ávarp, er byltingarstjórn SuSur-Víetnam er stofnuð. Vinstra megin við hann á myndinni er Ho Chi Minh, forseti, og hægra megin Pham Van Dong forsætisráðherra. úar, en í október var nafninu breytt í Kommúnistaflokk Indókína. (Þetta var sama árið og Kommúnistaflokkur íslands var stofnaður, fyrir réttri hálfri öld.) Strax á því ári varð flokkurinn frægur fyrir að skipuleggja baráttu hinna blá- fátæku bænda, m.a. 6000 bænda hungur- göngu j)ann 12. se])tember. En franska nýlendustjórnin svaraði með miskunnar- lausri kúgun. Henni tókst að vísu ekki að ná Ho Chi Minh, en margir bestu for- ingjarnir í baráttunni voru sendir til fangaeyjarinnar alræmdu Poulo-Condore, ]r. á m. Ton Duc Thong og Phan Van Dong, núverandi forsætisráðherra, og að- alritari flokksins, Tran Phu, sem var kvalinn j^ar til bana. Og í ]:>essari fanga- dýflissu Frakka varð Ton Duc Tong að kveljast í 15 ár. En ekki megnaði það að brjóta kjark hans og baráttuvilja. Ton Duc Tang liáði allt sitt líf þessa baráttu áfram. 1955, þegar Föðurlands- fylking Víetnams var stofnuð, til þess að skapa sem víðfeðmasta samstöðu eftir sig- urinn yfir franska nýlenduveldinu 1954, ]>á var Ton kosinn formaður hennar. Þegar Ho Chi Minh forseti dó 3. sept. 1969, þá var Ton Duc Thang kosinn for- seti Víetnam-lýðveldisins eftir hann á 3. þjóðþinginu 23. sept. 1969. Þessi gamla bardagahetja og giftusami leiðtogi fékk að lifa Iivort tveggja: að Suður-Víetnam yrði frjálst undan blóð- stjórn bandaríska hervaldsins og mynd- aði fyrst sína eigin stjórn, — og svo hitt að báðir landshlutarnir sameinuðust frjálsir í eitt Víetnam, — eftir allar þær fórnir sem sú hetjuþjóð hefur fært fyrir frelsi sitt. 105

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.