Réttur


Réttur - 01.04.1980, Side 56

Réttur - 01.04.1980, Side 56
líkt gæti leitt til árekstra íslendinga við hermenn og bakað þeim óvinsældir. En þeim er vitaskuld mest í mun að hafa Kanann sem „góðan og óáleitinn ná- granna" og mjólkurkú fyrir mikilvæg- ustu gróðafyrirtæki sín. Samtök herstöðvaandstæðinga stóðu fyrir Menningardögum á Klömbrum (Kjarvalsstöðum) í lok mars 1979 í 30 ára baráttuminningu átakanna um Nató- aðild. Nokkrir erfiðleikar urðu á að fá húsið léð, og ollu því m. a. deilur um hlutdeild listamanna í stjórn hússins. Á þessari hátíð var myndlistarsýning tengd hernum og verkalýðnum, skáldavökur, tónlistarflutningur og samfelldar dag- skrár. Einnig var sett upp 1 jósmyndasýn- ing um sögu hernámsandstöðunnar. Fjöldafundur var haldinn í Háskólabíói 31. mars og sérstök hátíð baráttukvik- mynda var í Félagsstofnun stúdenta vik- una á eftir. Um sama leyti gáfu samtökin út ljóða- bókina Sól skal ráða, safn baráttukvæða gegn hersetu og vígbúnaði 1954—1979. Mátti kalla hana einskonar framhald 1 jóðasafnsins Svo frjáls vertu móðir, sem út kom 1954. Nokkru síðar gáfu þau út hljómplötu í sarna anda, sem bar heitið Eitt verð ég að segja pér, tekið úr Völu- vísu Guðmundar Böðvarssonar. Rétt er og að geta þess, að frá 1976 hafa sarntök- in öðru hverju gefið út blaðið Dagfara. Haustið 1979 var farin fjöldaganga frá Hvaleyrarholti sunnan Hafnarfjarðar til Reykjavíkur. Nokkrum dögum áður hafði flotadeild frá Atlantshafsbandalag- inu komið í kurteisisheimsókn til Reykjavíkur. Henni var í fyrsta lagi mót- mælt með því að reisa níðstöng í anda Egils Skallagrímssonar gegn NATO og íslenskum jrýjum þess. Síðar var framin mótmælastaða við Sundahöfn frammi fyr- ir herskipunum og jafnframt flutt ljóða- dagskrá með tónlistarívafi. Kom til nokk- urra átaka við lögreglu. Á 40 ára afmæli hernámsins í vor efndu Samtök herstöðvaandstæðinga til tveggja mótmælaaðgerða, sem einkum voru helg- aðar baráttu gegn kjarnorkuvopnum og staðsetningu þeirra á Keflavíkurflug- velli. Aldrei hafa fengist skýr svör við því, hvort slík gereyðingarvopn væru geymd þar eða ekki. En í sérfræðiritum um víg- búnaðarmál, bæði í Bandaríkjunum sjálfum og V-Evrópu, hafa birst ummæli jiess efnis, að svo liljóti nánast að vera miðað við gerð þeirra flugvéla, sem her- liðið J:>ar hefur yfir að ráða. I fyrsta lagi var efnt til mótmælastöðu lyrir frarnan utanríkisráðuneytið kl. 8—9 að morgni 8. maí. Hernámsdaginn sjálf- an var síðan haldinn fundur á Lækjar- torgi, Jjar sem nr.a. var fluttur leikjráttur eftir Þorstein Marelsson um hugsanlega kjarnorkuárás á Keflavíkurflugvöll. Að Jrví loknu var gengið að bandaríska sendi- ráðinu og fulltrúa þess afhent mótmæla- ályktun. I febrúar 1980 var enn mynduð ríkis- stjórn með aðild Alþýðubandalagsins og Framsóknarflokksins, sem formlega hef- ur brottför hersins einnig á stefnuskrá sinni, „þegar ástæður leyfa“. Hún er und- ir forsæti Gunnars Thoroddsen, sem fyrir 40 árum varaði einna fyrstur manna við hinni þjóðernislegu hættu af erlendri hersetu. Ekkert orð er um þennan mála- flokk í stjómarsáttmálanum. Vonin blíð Þetta kann að þykja orðin heldur ömurleg þula. 35 árum eftir stríðslok í 120

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.