Réttur


Réttur - 01.04.1980, Blaðsíða 56

Réttur - 01.04.1980, Blaðsíða 56
líkt gæti leitt til árekstra íslendinga við hermenn og bakað þeim óvinsældir. En þeim er vitaskuld mest í mun að hafa Kanann sem „góðan og óáleitinn ná- granna" og mjólkurkú fyrir mikilvæg- ustu gróðafyrirtæki sín. Samtök herstöðvaandstæðinga stóðu fyrir Menningardögum á Klömbrum (Kjarvalsstöðum) í lok mars 1979 í 30 ára baráttuminningu átakanna um Nató- aðild. Nokkrir erfiðleikar urðu á að fá húsið léð, og ollu því m. a. deilur um hlutdeild listamanna í stjórn hússins. Á þessari hátíð var myndlistarsýning tengd hernum og verkalýðnum, skáldavökur, tónlistarflutningur og samfelldar dag- skrár. Einnig var sett upp 1 jósmyndasýn- ing um sögu hernámsandstöðunnar. Fjöldafundur var haldinn í Háskólabíói 31. mars og sérstök hátíð baráttukvik- mynda var í Félagsstofnun stúdenta vik- una á eftir. Um sama leyti gáfu samtökin út ljóða- bókina Sól skal ráða, safn baráttukvæða gegn hersetu og vígbúnaði 1954—1979. Mátti kalla hana einskonar framhald 1 jóðasafnsins Svo frjáls vertu móðir, sem út kom 1954. Nokkru síðar gáfu þau út hljómplötu í sarna anda, sem bar heitið Eitt verð ég að segja pér, tekið úr Völu- vísu Guðmundar Böðvarssonar. Rétt er og að geta þess, að frá 1976 hafa sarntök- in öðru hverju gefið út blaðið Dagfara. Haustið 1979 var farin fjöldaganga frá Hvaleyrarholti sunnan Hafnarfjarðar til Reykjavíkur. Nokkrum dögum áður hafði flotadeild frá Atlantshafsbandalag- inu komið í kurteisisheimsókn til Reykjavíkur. Henni var í fyrsta lagi mót- mælt með því að reisa níðstöng í anda Egils Skallagrímssonar gegn NATO og íslenskum jrýjum þess. Síðar var framin mótmælastaða við Sundahöfn frammi fyr- ir herskipunum og jafnframt flutt ljóða- dagskrá með tónlistarívafi. Kom til nokk- urra átaka við lögreglu. Á 40 ára afmæli hernámsins í vor efndu Samtök herstöðvaandstæðinga til tveggja mótmælaaðgerða, sem einkum voru helg- aðar baráttu gegn kjarnorkuvopnum og staðsetningu þeirra á Keflavíkurflug- velli. Aldrei hafa fengist skýr svör við því, hvort slík gereyðingarvopn væru geymd þar eða ekki. En í sérfræðiritum um víg- búnaðarmál, bæði í Bandaríkjunum sjálfum og V-Evrópu, hafa birst ummæli jiess efnis, að svo liljóti nánast að vera miðað við gerð þeirra flugvéla, sem her- liðið J:>ar hefur yfir að ráða. I fyrsta lagi var efnt til mótmælastöðu lyrir frarnan utanríkisráðuneytið kl. 8—9 að morgni 8. maí. Hernámsdaginn sjálf- an var síðan haldinn fundur á Lækjar- torgi, Jjar sem nr.a. var fluttur leikjráttur eftir Þorstein Marelsson um hugsanlega kjarnorkuárás á Keflavíkurflugvöll. Að Jrví loknu var gengið að bandaríska sendi- ráðinu og fulltrúa þess afhent mótmæla- ályktun. I febrúar 1980 var enn mynduð ríkis- stjórn með aðild Alþýðubandalagsins og Framsóknarflokksins, sem formlega hef- ur brottför hersins einnig á stefnuskrá sinni, „þegar ástæður leyfa“. Hún er und- ir forsæti Gunnars Thoroddsen, sem fyrir 40 árum varaði einna fyrstur manna við hinni þjóðernislegu hættu af erlendri hersetu. Ekkert orð er um þennan mála- flokk í stjómarsáttmálanum. Vonin blíð Þetta kann að þykja orðin heldur ömurleg þula. 35 árum eftir stríðslok í 120
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.