Réttur


Réttur - 01.04.1980, Page 57

Réttur - 01.04.1980, Page 57
Mótmælaganga fer kringum Klambratún. Evrópu er ísland enn hersetið þrátt fyrir linnulausa baráttu í ýmsum myndum. Frammi fyrir slíkri staðreynd liættir sum- um kappsfullum mönnum við að ör- vænta. Það væri þó skortur á staðfestu. Vel má minnast þess, að hundrað ár liðu frá því sjálfstæðisbarátta okkar gegn Dönum hófst fyrir alvöru kringum endurreisn Al- þingis, þar til fsland var orðið fullvalda lýðveldi. Það er líka verðugt að liafa í huga, að því fór fjarri, að ,,öll þjóðin“ stæði að baki Jóni Sigurðssyni í fjörutíu ára und- ansláttarlausri baráttu hans á 19. öld, einsog þrásinnis er gasprað um í liátíða- ræðum. Það var einarður, eu ekki alltaf fjölmennur flokkur, sem fylgdi honum gegnum þykkt og þunnt og hélt merkinu á loft, eftir að hann féll frá. Og auðvitað var þessi flokkur lengstum í stjórnarand- stöðu. Og nú er sem oftar hollt að hugleiða hin spámannlegu orð Halldórs Laxness í íslandsklukkunni, þegar Arnas Arnæus neitar að gerast jai'l Hamborgarmanna: „Maður sem ætlar að kyrkja lítið dýr í greip sinni mun að lokum þreytast. Hann heldur því armsleingd frá sér, herðir tak- ið um kverkar þess sem má, en það deyr ekki; það horfir á hann; klær þess eru úti. Þetta dýr mun ekki vænta sér hjálp- ar, þótt tröll komi með blíðskaparyfir- bragði og segist skulu frelsa ]aað. Hitt er lífsvon þess, að tíminn sé því hallkvæmur og lini afl óvinar þess.“ Nú hefur það að vísu gerst, að tröll hefur tekið okkur undir „vemd“ sína. 121

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.