Réttur


Réttur - 01.01.1984, Blaðsíða 42

Réttur - 01.01.1984, Blaðsíða 42
hér eru tilgreindar urðu sérstaklega kunnar, af því Bernhard Shaw gaf erindið út í einu af smáritum Fabian-félagsins 1903 og var oft í þær vitnað. Þær hljóða svo: „Pví ég lýsi yfir því að sérhvert annað þjóðfélagsástand en kommúnisminn er erfitt og niðrandi fyrir þá, sem við það búa.“ „Kommúnisminn er í rauninni full- komnun sósíalismans: þegar sósíalisminn er ekki lengur barátta heldur verður sigur- sœll, — það verður kommúnismi. Komm- únistinn tryggir fyrst og fremst að auðlindir náttúrunnar, einkum jörðin og allt það annað, sem einungis er hægt að nota til endurnýjunar auðœfanna og er árangur félagslegrar vinnu, sé ekki séreign, heldur í eigu heildarinnar og notað í heildarinnar þágu. “ „Næg skynsemi til að skilja, hugrekki nægt til að vilja, nægilegt vald til að knýja fram. Ef hugmyndir okkar um nýtt mann- félag eru eitthvað meir en draumur, þá verða þessir þrír eiginleikar að gefa hinum virkilega starfandi meirihluta verkalýðsins kraftinn og þá, álít ég, verður þetta framkvœmt. “9 E.P. Thompson bætir þessari skýringu við, er hann vitnar í þessar setningar í ævisögunni (bls. 843): „Valdið er vald hins samtaka verkalýðs. Skynsemin er byltingarkenning hans, marxisminn. Hugrekkið — það er siðferðilegi eigin- leikinn. og það er á þessu sviði, framar öllu öðru, sem við þörfnumst Williams Morris nú á tímum.“1() E.P. Thompson minnir síðan á alla þá glæsilegu möguleika tækninnar, sem bjóðast mannkyninu í dag, en hinsvegar hættuna á tortímingu alls í atómstyrjöld. Aldrei í sögunni hafi því skírskotunin til siðferðilegra eiginleika mannsins verið svo ögrandi og örlagarík sem nú. William Morris og boðskapur hans á eigi aðeins erindi til vor íslendinga, vina hans, í dag, heldur og til alls mannkyns. E.O. SKÝRINGAR: 1 Ég skrifaði ýtarlega grein um Morris í „Rétt“ 1975, bls. 175-184: „William Morris, ísland og sósíalisminn“ og vísa þeim, er nánar vilja kynna sér þennan stórmerka fslandsvin og sósíalista á þá grein. 2 Sverrir Hólmarsson skrifaði og ágæta grein í „Rétt“ 1973: „Aldarminning íslandsferöar 1873“, bls. 162-167, þar sem hann ræðir einmitt „dagbækur“ Morrisar úr íslandsferðum. 3 Runólfur Björnsson skrifaði mjög merkilega rannsókn, er hann nefnir: „Mótspyrnuhreyfing íslendinga gegn valdboðum Dana 1871-73“ í „Rétt“ 1951, bls. 45-96. í þeirri grein er kafli um „Atgeirinn“, bls. 62-69. 4 Grein Matthíasar var skrifuð í „Stefni“ á Akur- eyri 10. des. 1896 til að minnast Morrisar, er látist hafði 3. okt. 1896. — Er hún birt í lieild í „Rétti“ 1952, bls. 57-59. 5 íslenska þýðingin er slæm. Á enskunni hljóða setningar Shaws svo: 1) „the greatest poet, the greatest prose writer and the greatest craftsman of the reign“, — og 2) „he towers greater and greater above'the horizon beneath which his best-advertised contemporaries have disapp- eared.“ 6 Á enskunni hljómar þessi stórfenglega setning Thompsons svo: „The new stenght camc to him, in the first place, not from his work, nor from Kelmscott (aðsetur W.M.), nor from new friendships, nor from contact with the industri- al proletariat, nor from any experience in his everyday life. He drew this strenght, as it 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.