Réttur


Réttur - 01.01.1984, Blaðsíða 10

Réttur - 01.01.1984, Blaðsíða 10
ályktun, þar sem konur voru hvattar til þess að fella þessa samninga í sínum stétt- arfélögum. Þessi ályktun var síðan send inn á fund Framsóknar, sem þá var að fjalla um samningana. Sama ályktun var einnig send inn á fund hjá Sókn. Þessum samtökum hefur verið misjafn- lega tekið af forystu verkalýðshreyfingar- innar, og af sumum talin afskiptasemi, ef ekki skemmdarstarfsemi. Það má alltaf búast við því að konur ekki síður en aðrir hópar séu ekki sammála, en með þessum samtökum eru konur, þrátt fyrir allt að reyna að ná tökum á sínum málum. Hvort þessi samtök munu einhvers mega sín í framtíðinni, fer eftir því hvort konur vakna almennt til vitundar um það órétt- læti sem þær búa við. Það er umhugsunarefni, hvers vegna konum er svo ögrað sem raun ber vitni, við þessa síðustu samningagerð. Einmitt þegar umræða um réttindamál kvenna stendur sem hæst, launin hafa verið kort- lögð eins og það hefur verið orðað, þann- ig að enginn þarf að efast um hvernig málum er komið, þá er öllum baráttumál- um þeirra ýtt til hliðar og þau alls ekki rædd, og þar að auki er þeim í mörgum starfsstéttum grunnraðað fyrir neðan lág- markslaunin í landinu. Það er ekkert samráð haft við konur og þeim réttir þess- ir samningar, (eins og skítur úr hnefa) og næstum skipað að samþykkja þá. Það sorglegasta við þetta er að nokkrar foryst- ukonur hafa að þessu staðið, og lagt við heiður sinn að koma þessu yfir umbjóð- endur sína og tekist það. Konur hafa látið þetta yfir sig ganga. Það á því miður stundum við að konur séu jafnan konum verstar. Þetta verðum við að taka með í reikn- inginn, og við sem stöndum að þessum samtökum getum ekki hlíft þeim konum frekar en körlum sem svona standa að málum. Það hefur löngum verið gott að standa í skjóh þeirra sem meira mega sín hverju sinni. íslenska verkalýðshreyfingu hefur nú um nokkurt skeið, skort alla burði til að verja kjörin. Og það pólitíska afl, sem verkafólk hefur haft yfir að ráða hefur ekki nýst henni sem skyldi. Það hafa ver- ið gerðir samningar eftir samninga, sem ríkisstjórnir hafa komist upp með að eyðileggja, með ýmsum ráðum, gengis- fellingum, vísitölubindingu á laun, og nú síðast með því að taka samningsrétt- inn af fólki. Verkalýðshreyfinguna hefur skort afl eða kannski bara vilja til að hrinda kjaraskerðingunni jafnóðum af sér. Sú ríkisstjórn sem nú situr að völdum, er að ná þeim árangri, sem gróðaöflin í landinu hafa stefnt að. Leiftursóknin er að vinnast á mjög skömmum tíma, án nokkurrar verulegrar mótspyrnu. Verka- lýðshreyfingin er dofin og ráðalaus, og allt of margir virðast ekki sjá að það er verið að gera vinnuafl þeirra verðlaust, og þá sérstaklega vinnuafl kvenna. Síð- ustu samningar eru tilræði við lífskjör al- mennings, og ég er hrædd um að ef ekki verður snúist til sóknar nú þegar, þá muni þurfa áratugi til að rétta þetta við. Gróða- öflin hafa náð undirtökunum og eru á hraðri leið með að knésetja alla alþýðu manna. Ég er að vona að konur séu að átta sig á þessu, þar sem augljóst er að það er farið sínu verst með kjör þeirra. Auðvitað er það aðeins spurning, hve- nær sá sem er kúgaður, þrælkaður og beittur misrétti rís upp, en þá vona ég að það verði sameinaður verkalýður, konur og karlar, sem ganga hlið við hlið, mót frelsi og jafnrétti. 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.