Réttur


Réttur - 01.01.1984, Blaðsíða 57

Réttur - 01.01.1984, Blaðsíða 57
Rísa skuldaþjóðir heims upp gegn okurveldi auðvaldsríkj a? Forna pólitíska nýlendukúgunin, þegar nokkur Evrópuríki áttu flest lönd Suður-Ameríku, Afríku og Asíu, leið undir lok í meir en aldar frelsisstríði hinna kúguðu, allt frá frelsisbaráttu Suður-Ameríku undir forustu Bolivars í byrjun 19. aldar til uppreisnar Afríkulanda eftir 1960. Stórveldi Evrópu skyldu við þessar þjóðir útþrælkaðar og menntunarsnauðar, en Iönd þeirra arðrænd, svo sem fremst þau máttu. En auðmannastéttir Evrópu og sérstak- lega Bandaríkjanna voru fljótar að fínna nýjar arðráns- og gróða-aðferðir og fjötra, að vísu „ósýnilega“ stjórnarfars- lega, en því harðari í reynd. Auðmanna- stéttirnar notuðu sér fátækt þessara þjóða og menntunarskort: buðu þeim lán bæði til að kaupa vélar og matvæli. Með öðrum orðum: sökktu þeim í skuldir, er greiða varð háa vexti af. Sérfræðingar hins vestræna auðvalds töldu þessum þjóðum trú um að með „frjálsri verslun“ gætu þær bætt sinn hag og öðlast efna- hagslegt sjálfstæði. Og hver varð svo afleiðingin? Þegar kreppur auðvaldsskipulagsins þrengdu að urðu vörur hinna nýfrjálsu landa óseljanlegar og verksmiðjurnar og raforkuverin nýju stóðu ónotuð. — En skuldafjöturinn svarf æ meir að, því ný- frjálsu ríkin gátu ekki borgað. Og hráefn- in, sem þau seldu auðvaldsríkjunum, féllu í verði, — því auðvaldið drottnaði sjálft á heimsmarkaðnum. Gamla kúgunin var komin á ný, bara undir öðru formi. Og sem fyrrum tryggðu kúgararnir, — nú lánardrottnar — sér ítök í yfirstéttum nýfrjálsu landanna, bæði til þess að hafa þá að bandamönnum gegn alþýðu þessara landa, ef hún tæki að rísa upp og vilja velta af sér okinu, sem og til að fá þá til að viðhalda kúguninni með „frelsi“ á innflutningi, — því auðvaldsrík- in þurfa markaði, — og láta þá þjóna sína auðvitað njóta góðs af. Bandaríkin — heimsokrarinn En í þessari endurfæddu nýlendukúgun varð nýtt heimsveldi drottnarinn. Eng- land missti sinn gamla forustusess í ný- lendukúgun, en það drottnaði fyir fjórð- ungi heims um 1900 Nú tók við valdinu fyrrum bresk ný- lenda, er heyja varð frelsisstríð sitt fyrir 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.