Réttur


Réttur - 01.07.1984, Qupperneq 2

Réttur - 01.07.1984, Qupperneq 2
Það lítur út fyrir að því meiri svíðingur sem hin nýja, forríka yfirstétt íslands er gagnvart vinnandi fólki og sérstaklega þeim, sem bágast eiga, — því lítil- sigldari og auðmjúkari ætli hún að gerast gagnvart þeim vellauðugu hringum erlendum, sem hún er að ofurselja auðlindir landsins. Þar virðist hugsun hennar vera sú ein að kaupa sér herra, fá hin auðugustu og harðdrægustu erlendu einokunarfélög inn í landið, — auðdrottna, sem ráða meira fjármagni en öll braskarastétt íslands. Braskararnir hyggjast þar fá voldugan banda- mann gegn íslenskri alþýðu. Um ísland, sjálfstæði þess og framtíð, varðar þá ekkert, — ef þeir aðeins fá að gerast feitir þjónar voldugra erlendra herra. En ískyggilegast og örlagaríkast er þó, hvernig þeir óhappamenn, er utan- ríkismálum stýra, eru að Ijá land og þjóð bandarísku hervaldi að leiksoppi í hildarleik þeim, er það illa vald undirbýr. Bandaríska þjóðin sefur enn álaga- svefni auðvaldsáróðursins og vaknar ekki þrátt fyrir aðvaranir mætustu for- ustumanna hennar. Eisenhower forseti varaði þjóð sína við þeirri hættu, sem henni stafaði af „hernaðar- og stóriðju-samsteypunni“ („the military-industrial complex"). Edward Kennedy,öldungadeildarþingmaður, sagði nýlega: „Ég álít Ron- ald Reagan vera hættulegasta forseta kjarnorkualdarinnar“. Og nú verður þessi erindreki stríðsgróðamannanna vafalítið endurkjörinn forseti Bandaríkjanna með ca. 25% atkvæða sem seinast. Er hann þá viss með í heimsku sinni, galgopahætti og stórmennskuæði að meðhöndla þau atómvopn, er hann þá ræður og nægja til að myrða allt mannkyn, sem vitlaus kúreki á óðum hesti. Kumpánar hans í ríkisstjórn eru samskonar ábyrgðarleysingjar. Og af því ýmsir NATO-leiðtogar Vestur-Evrópu eru nokkuð óþægir þessum ofstækis- mönnum, er þeir undir niðri fyrirlíta og óttast vegna framferðis þeirra, — þá líta nú þessir glæframenn með vaxandi áhuga til íslands sem ákjósan- legasta árásarpalls fyrir eldflaugar, sem hæfa ættu skotmörk í Murmansk- og Kola-héruðum Sovétríkjanna. Eru nú þegar staðsettar Awacs-flugvélar á Keflavíkurflugvelli, er stjórnað geta eldflaugaskotum úr kafbátum Banda- ríkjanna á Norður-Atlantshafi ( — einu Awacs-flugvélarnar, sem evrópsk NATO-lönd hafa fengist til að taka við). Virðast bandarísku herforingjarnir reikna með því að formenn íslensku stjórnarflokkanna séu glámskyggnastir allra NATO-sveina í Evrópu á utanríkispólitík og því sem nytsamir sakleys- ingjar nothæfir til þess hermdarverks, er hæfi kjarnorkustyrjöld og gerði ísland að óhjákvæmilegum skotspæni með þeirri gereyðingu, er því fylgdi. Þessar hernaðaráætlanir eru þegar gerðar, reiknað með stríðsbyrjun 1993 og verða nánar ræddar bráðlega í Rétti. En það er vissulega mál að íslenska þjóðin vakni öll og geri sér hætt- una Ijósa.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.