Réttur


Réttur - 01.07.1984, Page 5

Réttur - 01.07.1984, Page 5
40 ára lýðveldisafmæli í skugga bandarísks hernáms Frá aðgerðum íslenska námsmannafélagsins í Gautaborg dagana 4. og 5.maí s.l. „íslenskir sjálfstæðismenn! í ár verður íslenska lýðveldið fertugt. Mun þeirra tímamóta eflaust minnst með pompi og prakt og ræðurnar um Jón Sigurðsson og frjálsræðishetjurnar góðu verða að líkindum öllu lengri en vanalega. Þrátt fyrir það mun háttvirtum ræðu- mönnum ugglaust takast að sniðganga þá óþægilegu staðreynd, að hátíðahöldin fara fram í skugga erlends hernáms. En staðreyndir verða engu minni staðreynd- ir, þó að um þær sé þagað: Lýðveldið var ekki fullra 5 ára, þegar hið ævarandi hlutleysi var lagt á hilluna og landinu bolað inn í hernaðarbandalagið NATO með táragasi og kylfum lögreglu og hvítliða. Tveim árum síðar var þjóðin svikin með stjórnarskrárbroti í hramma bandaríska hernaðarveldisins. FÍNGON mun ekki þegja. Á aðalfundinum í mars var kjörin nefnd til að skipuleggja aðgerðir í vor gegn þessum ófögnuði.“ „Meðan ráðamenn státa af upplognu sjálfstæði, er krafa okkar, hinna raunverulegu íslensku sjálfstæðismanna: ísland úr NATO — herinn burt!“ ISLÁNOSKA A ocHSrooc^

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.