Réttur - 01.07.1984, Page 6
Þannig hófst bréf, sem Félag íslenskra
námsmanna í Gautaborg og nágrenni,
FÍNGON, sendi út til félaga sinna í vor.
Bréfið er greinilega skrifað áður en það
varð ljóst, að sumir íslenskra ráðamanna
töldu heppilegast að „gleyma“ einfald-
lega lýðveídisafmælinu.
3000 dreifirit og húsdýrahald
fjármálaráðherrans
Aðgerðirnar urðu með tvennum hætti.
Þann 4. maí var efnt til mótmælastöðu og
upplýsingadreifingar í miðborginni
daglangt, en daginn eftir var haldinn bar-
áttufundur í Folkets Hus, þar sem her-
námið var grandgæft frá fjölmörgum hlið-
um
Mótmælastaðan föstudaginn 4. maí
hófst klukkan 10 með því að settur var
upp borði með áletruninni „Island úr
NATO — USA basen bort“. Dreift var
vönduðu og ítarlegu dreifiriti, þar sem
m.a. var rakin í örfáum orðum saga Is-
lands frá landnámi með höfuðáherslu á
hernámstímabilið 1940-84. Var dreifiritið
lesið upp með reglulegu millibili með að-
stoð gjallarhorns.
Þegar líða tók á daginn, varð mótmæla-
staðan mjög fjölmenn, og um þrjúleytið
118