Réttur - 01.07.1984, Side 7
söfnuðust mótmælendur undir borðann
og sungu baráttusöngva. Mótmælunum
lauk um fimmleytið, þegar dreifiritin
3000 voru uppurin.
Vöktu aðgerðirnar að vonum mikla at-
hygli, þar sem Svíar þekkja bara til ís-
lands af fáránlegum ferðamannabækling-
um, glæsilegum forsetaheimsóknum og
húsdýrahaldi fjármálaráðherrans. Spunn-
ust talsverðar umræður við vegfarendur
um friðarmál og öryggismál íslands.
4 tíma mótmælafundur
Mótmælafundurinn í Folkets Hus laug-
ardaginn 5. maí hófst klukkan 2 og stóð í
heilar fjórar klukkustundir. Var fundur-
inn vel sóttur enda vönduð og fjölbreytt
dagskrá. Meðal annars hafði þrem góðum
gestum verið boðið á fundinn, þeim Bryn-
jólfi Bjarnasyni, Böðvari Guðmundssyni
og Elfari Loftssyni.
Frá dreitlngu
Albert hundlaus
Fundurinn greindist í þjóðlegan og al-
þjóðlegan hluta, og hófst hann með
ávarpi undirbúningsnefndarinnar, en síð-
an rakti Hálfdán Örnólfsson sögu ís-
lenskrar sjálfstæðisbaráttu. Var í því
sambandi lesin úr bók Einars Olgeirsson-
ar „ísland í skugga heimsvaldastefnunn-
ar“ lýsing á því óhæfuverki, sem framið
var á Alþingi þann 30. mars 1949. Hluti
þeirrar lýsingar er tekinn beint úr Alþing-
istíðindum og er grátbrosleg tragi-kóm-
edía.
Því næst flutti Elfar Loftsson, stjórn-
málafræðingur, erindi. Ræddi hann m.a.
um hin raunverulegu markmið Banda-
ríkjanna í samskiptum við ísland upp úr
stríðinu. Að því loknu söng kór FÍNG-
ON nokkra baráttusöngva, en síðan flutti
Sigurbjörn Kristinsson samantekt eftir
Árna Finnsson um hernám hugans.
Þá var röðin komin að Böðvari G^ð-
mundssyni og flutti hann hugvekju í tali
og tónum um m.a. „Varið land“. Með
því lauk hinum þjóðlega hluta fundarins.
119