Réttur - 01.07.1984, Blaðsíða 12
Kórinn kom nú aftur með nokkur bar-
áttulög og eftir honum flutti Hermann
Þórisson samanþjappað yfiriit yfir ódæðis-
verk Bandaríkjanna gagnvart frelsisþyrst-
andi þjóðum þriðja heimsins.
Pá kom Böðvar aftur með lítilsháttar
illkvittni og síðan lauk fundinum með
því að samþykkt var áskorun til íslensku
ríkisstjórnarinnar um að hafinn skuli
undirbúningur að brottför hernámsliðsins
og úrsögn Islands úr NATO. Að morgni
mánudagsins 7. maí, réttum 33 árum eftir
að herinn kom til landsins öðru sinni, var
þessi áskorun afhent íslenska ræðismann-
inum í Gautaborg. Einnig var sent afrit til
forseta íslands, frú Vigdísar Finnboga-
dóttur, með ábendingum um nærtækar
friðaraðgerðir af hennar hálfu.
Etirmáli
Fréttabréf frá aðgerðunum var sent til
íslenskra og sænskra fjölmiðla. Birtust
frásagnir í minnst 4 sænskum blöðum og
einhverjum íslenskum. í Proletáren
(málgagni sænska kommúnistaflokksins
KPML (r)) kom meira að segja heil opna
með frásögn frá aðgerðunum, texta dreifi-
ritsins og ítarlegum úrdrætti úr ræðu
Brynjólfs. Sami úrdráttur var sendur á
Þjóðviljann, sem ekki sá ástæðu til að
birta hann. Það er athygljsvert, að frá-
sagnir í íslensku blöðunum voru mun rýr-
ari en í þeim sænsku. Jafnvel sænskt
kratablað kom innihaldi aðgerðanna bet-
ur frá sér en Þjóðviljinn.
Á fundi undirbúningsnefndarinnar að
loknum aðgerðum kom þar tali nefnd-
armanna að hart væri að hafa ekki tæki-
færi til að dreifa svipuðu dreifiriti á ís-
landi þann 17. júní. Var ákveðið að koma
þessari hugmynd ásamt tillögu að dreifi-
riti á framfæri við Samtök herstöðvaand-
stæðinga. Brugðust þau vel við, unnu úr
tillögunni og var 10.000 dreifiritum dreift
í hús í kring um 17. júní (sjá mynd af því
dreifiriti hjá kynningarklausu um Samtök
herstöðvaandstæðinga aftar í þessu hefti).
124