Réttur - 01.07.1984, Side 14
voldugum herstöðvum á íslandi til fram-
búðar, hvað svo sem íslendingar segðu.
1946
5. okt.
Keflavíkursamningurinn knúinn fram
undir hótuninni að herinn sitji ella kyrr.
Samþykktur á Alþingi með 32. atkvæðum
gegn 13. Sósíalistar slíta stjórnarsam-
starfinu. Hermennirnir íklæðast borgara-
legum búningi. '+•
1948
Borgaraleg stjórn gerir Marshallsamn-
inginn, sem veitir Bandaríkjunum æðsta
vald í vissum efnahagsmálum og íslandi
er úthlutuð „Marshallaðstoð“ hinni mestu
miðað við íbúafjölda. Bandarísk stjórn-
völd hafa í krafti Marshallsamnings æðsta
vald í málefnum Fjárhagsráðs og Fram-
kvæmdabanka. Bannað að byggja íbúð-
arhús á íslandi nema með leyfi Fjárhágs-
ráðs. Fannig tekst að stórminnka bygg-
ingaframkvæmdir og loks koma atvinnu-
leysi á 1950-51.
1949
30. mars
ísland látið ganga í NATO með að-
förum, er raunverulega ógilda þá inn-
göngu: Þingmenn meirihlutans eru
blekktir til samþykktarinnar með yfirlýs-
ingu utanríkisráðherra Bandaríkjanna
um að aldrei verði farið fram á hersetu í
landinu, nema stríð væri að brjótast út.
Og sjálf „samþykktin* er knúð í gegnum
Alþingi með lögbrotum. Þinghúsið er
fyllt af lögreglu og hvítliðum, sem síðan
er sigað með kylfum og gasi á mannfjöld-
ann á Austurvelli, er mótmælir svívirð-
unni.
1951
7. maí- s
Bandarískur herfloti hertekur landið.
Ríkisstjórnin látin skrifa uppá „verndar-
samning“, sem hún hefur enga heimild
til. Stjórnarskrárbrot þannig framið. Al-
þingi ekki kallað saman fyrr en í október,
er það stendur-frámmi fyrir g'erðum stað-
reyndum: hertöku landsins.
1984 1
40 ára lýðveldisafmæli. Bandaríska
hernámsliðið eykur umsvif sín á íslandi
eins og annarsstaðar í Evrópu. Á óska-
lista Pentagon eru meðal annars nýjar
ratsjárstöðvar og skotpallar fyrir stýri-
flaugar.
Þessa þróun verður að stöðva. Til þess
að íslénska lýðveldið geti lifað sínu eigin
lífi og staðið á eigin fótum verður það að
móta eigin stefnu ágrundvelli eigin stofn-
ana, jafnt í utanríkis- sem innanríkismál-
um.
126