Réttur - 01.07.1984, Page 16
Markmið íslenskra stjórnvalda var að
gera ísland að því sem maður kallaði nú-
tímaþjóðfélag, en í því hugtaki fólst
tæknivætt, kapítalískt stórneysluþjóðfé-
lag. Sjálfstæðisflokkurinn hafði forustu-
hlutverkið í þessari stefnu og það var al-
gjör sannfæring flokksleiðtoganna að hið
íslenska nútímaþjóðfélag ætti að byggjast
upp í nánum tengslum við Bandaríkin.
Áður en tímabil þessarar vesturfærslu
hefst hafði íslensk þjóðfélagsþróun að
mestu byggst á aðlögun að íslenskum að-
stæðum og þeim erlendu áhrifum sem
sambandið við Danmörku hafði í för með
sér.
Hið nýja tímabil einkenndist af stór-
auknum áhrifum frá Bandaríkjunum á
ýmsum sviðum. Kjarninn í þessum tengsl-
um er hin hernaðarlega uppbygging á ís-
landi.
Ég ætla hér aðeins að minnast á hvern-
ig hin hernaðarlega innlimun íslands teng-
ist efnahagslegum, menningarlegum og
pólitískum málum.
Bandarísk íhlutun
ísland hafði á stríðsárunum safnað
miklum gróða. Þrátt fyrir það var íslandi
veitt efnahagsaðstoð innan Marshalláætl-
unarinnar. Énginn þarf að halda að land-
ið hefði fengið þessa aðstoð ef íslensk
stjórnvöld hefðu neitað að taka þátt í
þeirri hernaðaruppbyggingu sem var að
hefjast á þessum tíma. Samtímis var lok-
að fyrir þau verslunarsambönd við lönd í
Austurevrópu sem nýsköpunarstjórnin
svo kallaða hafði byggt upp á fyrstu árun-
um eftir stríð. Önnur hlið á þessum efna-
hagslegu tengslum er sá verulegi hagnað-
ur sem vissir hópar í íslenska þjóðfé-
laginu hafa haft af starfsemi í kringum
herinn. íslenskir verktakar hafa herstöðv-
arnar að féþúfu.
Bandarísk stjórnvöld gerðu sér það
ljóst frá fyrstu byrjun hve mikilvægt það
var að hafa áhrif á íslenskt menningarlíf.
í skýrslu bandaríska sendiráðsins til utan-
ríkisráðuneytisins í Washington 1947,
gerði sendiráðið grein fyrir starfi sínu á
lslandi. Þarna var megin áhersla Iögð á
það að það yrði að fara að íslendingum
með lagni, að láta ætíð í Ijós virðingu fyr-
ir menningu þeirra og gjarna benda á
sjálfstæðisást þeirra að fornu og nýju.
Þarna var þess líka getið að íslendingar
væru sólgnir í bandarískar vörur, kvik-
myndir og músík og að þetta væri nauð-
synlegt að notfæra sér til að skapa al-
mennan vináttuhug hjá íslendingum í
garð Bandaríkjanna. Á þessum árum
hafði bandaríska sendiráðið líka bein af-
skipti af því hverjir voru ráðnir í stöður
hjá Ríkisútvarpinu og í ýmsar aðrar opin-
berar stöður.
Þessi stetna Bandaríkjanna að reyna að
hafa áhrif á íslenskt menningarlíf hefur
haldist síðan. Það reyndist t.d. mjög erfitt
fyrir íslensk stjórnvöld að fá því fram-
gengt að lokað yrði fyrir bandarísku sjón-
varpsstöðina í Keflavík. Á seinni árum
má kannski segja að aðferðirnar til áhrifa
á þessum sviðum hafi breyst. í stað hinn-
ar beinu íhlutunar hafa óbeinar og „já-
kvæðar“ aðferðir meira verið notaðar. í
því sambandi hefur Menningarstofnun
Bandaríkjanna á íslandi verið sérstaklega
mikilvæg.
Enginn skyldi halda að það hafi ein-
göngu verið áhugamál bandarískra
stjórnvalda að umróta íslenskri menn-
ingu og breyta hugsunarhætti íslendinga.
Það var ríkt meðal þeirrar kynslóðar ís-
lenskra stjórnmálamanna sem fór með
völd á árunum eftir stríð að það væri
nauðsynlegt stjórnmálalegt verkefni að
breyta hugsunarhætti íslensku þjóðarinn-
128