Réttur


Réttur - 01.07.1984, Qupperneq 20

Réttur - 01.07.1984, Qupperneq 20
þessari sameiginlegu baráttu? Hvað get- um við gert? Áður en þeirri spurningu er svarað, er nauðsynlegt að svara ýmsum öðrum spurningum. Er kjarnorkustríð yfírvofandi? í fyrsta lagi: Er kjarnorkustríð yfirvof- andi? Er það hugsanlegt að mannkynið fremji sjálfsmorð? Það er ekki nema rúmur mánuður síðan, að herfræðingur nokkur var spurð- ur þessarar spurningar í danska sjónvarp- inu. Hann svaraði að það væri alveg óhugsandi, að kjarnorkusprengjur yrðu nokkurntíma notaðar, því að það væri hreint sjálfsmorð og til þess þyrfti vitfirr- ing. Samt mælti hann með kjarnorkuvíg- búnaði. Það er dálítið erfitt að skilja svona rökfræði. Til hvers er verið að framleiða kjarnorkusprengjur, sem aldrei á að nota og kosta til þess fé, sem nægja mundi til þess að bjarga lífi alls þess fjölda, sem deyr úr hungri á hverjum degi? Til þess að fæla andstæðinginn er svarið. Og þá er spurningin, hvernig er hægt að fæla andstæðinginn með sprengjum, sem aldrei verða notaðar? Það er auðvitað engin fæling í sprengjum, nema um leið sé gert ráð fyrir, að þeim verði beitt, ef á þarf að halda. Enda hafa NATO og Bandaríkin verið óspör á slík- ar yfirlýsingar. Sovétríkin hafa margoft lagt til, að NATO og Varsjárbandalagið lýstu því bæði yfir, að þau mundu aldrei nota kjarnorkusprengjur að fyrra bragði. NATO og Bandaríkin hafa ekki tekið það í mál. Fyrir skemmstu lét fráfarandi framkvæmdastjóri NATO, Jóseph Luns, þau orð falla, að yfirlýsing um að beita ekki kjarnorkuvopnum að fyrra bragði, væri sama sem að lýsa yfir algerri uppgjöf fyrirfram. Það er auðvitað skýr yfirlýsing um, að NATO ætli sér að beita kjarn- orkuvopnum að fyrra bragði. Og það eru til ótal slíkar yfirlýsingar bæði frá banda- ríkjastjórn og öðrum valdamönnum í NÁTO. Nú hafa Sovétmenn lýst einhliða yfir, að þeir muni aldrei verða fyrri til að beita kjarnorkuvopnum. (Þeir muni aldr- ei nota þau nema í sjálfsvörn gegn kjarn- orkuárás.) Er það kannski yfirlýsing um uppgjöf fyrirfram? í vissum skilningi má það til sanns vegar færa. Það er yfirlýsing um að hætta heldur á ósigur en að taka þátt í þeim leik að eyða hnöttinn. Hvað þá um hina fullyrðinguna, að enginn nema vitfirringur mundi gefa fyrirskipanir um að beita kjarnorkuvopn- um? Satt að segja hefur maður tilhneig- ingu til að taka undir það. Maður getur skilið, að til séu menn, sem kjósa heldur að svipta sig lífi en að búa við ákveðnar aðstæður. Ég get til að mynda vel hugsað mér svo heittrúaðann frjálshyggjumann, að hann vildi heldur deyja en að vera sviptur frelsinu — eða með öðrum orðum kapítalismanum, því að á máli hans og skoðanabræðra hans eru það samheiti. Hitt á ég erfitt með að skilja, að til séu menn með réttu ráði, sem eru reiðubúnir til að taka allt líf jarðarinnar með sér í dauðann. Samt virðast þeir vera ærið margir. Bertrand Russell, sem einu sinni hafði ekkert á móti kjarnorkusprengj- unni, áttaði sig fljótlega á því, hvaða heimspekispurning var hér á ferðinni og sú hreyfing gegn kjarnorkuvopnum, sem við hann er kennd, mótaði hið fræga kjörorð, að skárra væri að vera rauður en dauður. En það reyndist nú eitthvað ann- að en allir væru sammála um það. Fyrir bragðið var Russell gamli kallaður fylgi- sveinn kommúnista. Fyrir skömmu las ég 132
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.