Réttur


Réttur - 01.07.1984, Blaðsíða 23

Réttur - 01.07.1984, Blaðsíða 23
bragði, ef þau teldu nauðsyn til bera að þeirra mati, og allar hernaðaráætlanir þeirra hafa nú um alllangt skeið verið reistar á þeirri forsendu. Á 7. áratugnum fóru Bandaríkin að miða hernaðaráætlanir sínar við „tak- markað kjarnorkustríð“. Hershöfðingjar þeirra, eins og t.d. Alexander Haig, lýstu yfir því, að til þess að vernda hagsmuni sína í fjarlægum löndum svo sem á Kór- euskaganum, yrðu Bandaríkjamenn að vera í stakk búnir til þess að heyja stríð, þar sem einnig yrðu notuð kjarnavopn. Jafnframt kom upp sú kenning, að unnt væri að heyja „takmarkað kjarnorku- stríð“ í Evrópu. Með því var átt við að takmarka beitingu atómvopna við „taktísk“ kjarnavopn, sem eingöngu yrðu notuð á vígvelli. Satt að segja er þessi kenning svo frá- leit, að maður undrast að hún skuli nokk- urntíma hafa verið rædd í fullri alvöru. Það var víst hinn kunni sovéski sérfræð- ingur um varnarmál, Georgi Arbatov, sem sagði, að varla væri hægt að vænta þess, að kjarnorkustríð færi fram eins og einvígi milli tiginna aðalsmanna, sem yirtu leikreglurnar. Herfræðingar í Bandaríkjunum bentu líka fljótlega á, að >,takmarkað kjarnorkustríð“ væri hættu- iegur leikur, ef Bandaríkin og NATO væru ekki við því búin frá upphafi að hefja næsta áfanga, algert og ótakmarkað kjarnorkustríð. Það væri óhugsandi að vinna slíkt stríð nema með því að vera fyrri til að beita kjarnorkuvopnum í stærri stíl og hafa slíka yfirburði að unnt væri að gereyða meginhlutanum af kjarn- orkubúnaði Sovétmanna í fyrstu lotu. Þeir bjartsýnustu létu sig dreyma um, að með nógu miklum yfirburðum gætu Bandaríkin sloppið með að missa svona 20 miljónir manna, og þótti lítil fórn, ef þar á móti kæmi, að Sovétþjóðinni og bandamönnum hennar yrði útrýmt með öllu. Ekki þótti taka því að leiða getum að, hver yrðu örlög annarra evrópu- manna. Þetta er sú kenning, sem Bandaríkin og NATO hafa nú að leiðarljósi. í fullu sam- ræmi við hana eru fyrrnefnd ummæli Luns, að af hálfu NÁTO mundi afsal þeirra réttinda að beita kjarnorkuvopn- um að fyrra bragði jafngilda uppgjöf fyrirfram. Út frá kenningunni er það full- komlega rökrétt. Sem svar við þessari helstefnu hafa So- vétríkin margsinnis lagt til, að tekin verði upp sú stefna, að eyðileggja öll kjarna- vopn í áföngum. Að báðir aðilar lýsi yfir því, að þeir muni aldrei nota kjarnavopn að fyrra bragði. Þegar því var hafnað, lýstu þau einhliða yfir, að þau mundu aldrei gera það. Þá hafa þau lagt til, að allur kjarnorkuvígbúnaður verði frystur meðan samningar um afvopnun standa yfir. Ekkert af þessu hafa Bandaríkin og NATO tekið í mál. Hinn opinberi rök- stuðningur er sá, að Sovétríkin hafi yfir- burði á sviði hefðbundinna vopna. Það er nú harla hæpin fullyrðing, þegar á heild- ina er litið. En það er heldur ekkert að vanbúnaði að semja líka um afvopnun á því sviði. Það er alveg víst, að Sovétríkj- unum er svo mikið í mun að losna við kjarnorkuógnina, að þau mundu vilja ganga mjög langt í því efni. En þeir sem öllu ráða í NATO virðast ekki hafa áhuga á því. í stað þess eru þeir nú að framleiða nýja tegund hefðbundinna vopna, sem ætluð eru til að greiða fyrsta högg gegn mikilvægum skotmörkum og jafnast fylli- lega á við minni kjarnorkuvopn að ná- kvæmni og eyðingarmætti. Þetta eru stýri- flaugar, sem hlaða má bæði með kjarn- orku og venjulegum sprengjum og geta 135
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.