Réttur


Réttur - 01.07.1984, Side 26

Réttur - 01.07.1984, Side 26
hluta. Vopnaframleiðsla og vígbúnaður er einn allra stærsti þátturinn í banda- rísku framleiðslukerfi. Að stöðva vígbún- aðinn án þess að gerbreyta markmiðum og eðli sjálfs efnahagskerfisins mundi hafa í för með sér efnahagslegt hrun. Fólk sem ekki hefur hugann við annað en fram- leiðsluna og gróðann gengur í blindni og kann ekki fótum sínum forráð. Það getur anað fram af hengiflugi án þess að vita. Bandaríkin þekkja ekki stríð á eigin landi og þau hafa enn fávísa von um að geta sigrað í atómstríði og lifað það af. í Sovétríkjunum er þessu öfugt farið. Þar þekkja menn skelfingar styrjalda af eigin raun og vígbúnaðurinn hvílir eins og mara á efnahagskerfinu. Sósíalisminn getur aldrei veitt fólkinu þau lífskjör og það frelsi, sem hann gefur fyrirheit um, meðan þessi martröð hvílir á honum. Og þetta er líka ein af röksemdum haukanna í Washington fyrir nauðsyn vígbúnaðar- kapphlaupsins. Kalda stríðið Nú er það svo, að stríðsundirbúningur- inn er ekki aðeins vopnasmíði og önnur efnisleg vígvæðing. Kalda stríðið er ekki veigaminna. Það hefur framar öllu þann tilgang, að telja almenningi trú um, að Sovétríkin séu að undirbúa árás á Vestur- lönd. Ef ekki tekst að fá fólk til að trúa þessu, er ekki unnt að fá það til að sætta sig við vígbúnaðinn og kjarnorkuógnirn- ar. Þessi áróður er því engu hættuminni en staðsetning Pershing II eldflauga og annarra kjarnavopna. Og einmitt á þess- um vettvangi styrjaldarundirbúningsins hafa baráttumenn gegn kjarnorkuvopn- um besta vígstöðu. Þeim getur mistekist að koma í veg fyrir að settar verði upp ákveðnar stórhættulegar kjarnorkuflaug- ar. En með nægilegri atorku og hagnýt- ingu allra tiltækra aðferða til þess að fræða fólk um rétta málavöxtu geta þeir miklu áorkað. Þegar friðarsinnar taka undir áróðurinn um hættu frá Sovétríkj- unum og leggja risaveldin að jöfnu þrátt fyrir augljósar staðreyndir, sem sýna hið gagnstæða, þá eru þeir að taka þátt í stríðsundirbúningi NATO-haukannna, hvort sem þeir gera sér það Ijóst eða ekki. Er hægt að koma í veg fyrir kjarnorkustríð ? Og er nú komið að aðalatriðinu: Hvernig er hægt að koma í veg fyrir kjarnorkustríð? Kjarnavopnin hafa ekki einungis breytt eðli styrjalda. Þau hafa líka gerbreytt eðli þeirra pólitísku vandamála, sem við erum að glíma við á vorum dögum. Marx og Engels sögðu, að öll hin skráða mannkynssaga væri saga um stétta- baráttu. Hversu ótal oft hefur síðan verið vitnað til þeirra orða. Með þessa sögu- legu sýn að leiðarljósi hef ég barist með sósíalistum minnar kynslóðar meðan kraftar entust. Og það er rétt: Kjarnorku- ógnin á rót sína að rekja til heiftarlegrar stéttabaráttu, sem spannar allan hnöttinn. En nú erum við líka komin svo á ystu þröm, að við verðum að beita öilu því mannviti, sem náttúran hefur gætt okkur, ef við eigum ekki öll að farast. Andspænis kjarnorkuógninni erum við öll í sama báti, hver sem staða okkar er í þjóðfélaginu og hvar sem við eigum heima. Til hvers er sósíalismi á jörð, sem engir menn byggja, eða þá kapítalismi eða „frelsi“ eins og það heitir á máli fylgj- enda hans? Það er gersamlega marklaust 138

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.