Réttur


Réttur - 01.07.1984, Síða 27

Réttur - 01.07.1984, Síða 27
að berjast fyrir þjóðfélagshugsjón eins og sósíalisma eða kapítalísku „frelsi“, nema gert sé ráð fyrir að mannkynið haldi áfram að lifa. Hið allt yfirskyggjandi pólitíska vanda- mál nútímans, lífið sjálft, varðveisla lífs- ins á jörðinni, getur því ekki skipt mönnum í fylkingar eftir stéttum nema af gamalli sögulegri tregðu. Það er sameig- inlegt viðfangsefni allra manna á þessari jörð, sem kjósa lífið en ekki dauðann. Takist að gera mönnum þetta skiljanlegt, verður jarðlífinu bjargað, annars ekki. Þetta er verkefni okkar kynslóðar. Bregðist hún í þessu efni, förumst við. Því er ábyrgð hennar miklu meiri en nokkurrar annarrar kynslóðar, sem fæðst hefur á jörðinni. Allt annað, sem skilur, verður því aukaatriði á meðan háskinn vofir yfir. Öm þetta eina þurfum við að sameinast, hvað sem öðru líður. Ekkert má sundra okkur í þessari baráttu fyrir lífinu, hversu mikilvægt sem það er eða okkur finnst það vera. Við verðum að leggja til hliðar öll misklíðarefni í sameiginlegri baráttu fyrir þessu eina. Mér blöskrar oft, þegar ákveðnir einstaklingar eða hópar friðar- sinna og hernaðarandstæðinga fara að gera hin og þessi séráhugamál sín að skil- yrðum fyrir sameiginlegum aðgerðum. Svo sem að friðargöngur eigi að deila mótmælunum hnífjafnt á milli NATO og Varsjárbandalagsins, hvert svo sem brýn- asta verkefnið er, eða að krafist sé aukins ferðafrelsis í Austurevrópulöndum, að mótmælt sé umdeildum dómum yfir ákveðnum mönnum o.s.frv., og jafnvel að heilar þjóðir breyti stjórnarfari sínu í veigamiklum efnum. Það væri svo sem álíka og að kristnir menn krefðust þess, að allir friðarsinnar yrðu að játa, að þeir meðtaki líkama Krists og blóð í sakra- mentinu, annars séu þeir ekki með í bar- áttunni fyrir meginhugsjón kristindóms- ins: Friði á jörðu. Með öðrum orðum: Ef menn vilja ekki fallst á sérskoðun mína í hinu eða þessu, þá er ég ekki með, þá má heimurinn farast, að minnsta kosti tek ég ekki þátt í að bjarga honum í samvinnu við þá, sem eru á annarri skoðun. Stund- um kvarta menn yfir því, að friðurinn sé tekinn fram yfir frelsið. Sjálfir taki þeir frelsið fram yfir friðinn. Þeim láist að gera grein fyrir, hvers virði frelsið er að afloknu kjarnorkustríði. Þegar svo þessir sömu menn svara öðrum um ofstæki og kreddur, þá fellur mér allur ketill í eld. Engum er láandi, þótt að honum læðist efi um heilindi slíkra manna. Vera má, að hann sé ekki á rökum reistur. En eitt er víst: Með slíku framferði reka þeir erindi andstæðinganna, hvort sem þeim er það ljóst eða ekki. Því að aðferð þeirra er hin sama og tíðkast hefur með drottnurum allra tíma: Að deila og drottna. Við allt þetta kannast ég vel eftir margra áratuga starf að því að samfylkja mönnum um rétt sinn og hagsmuni. Ég þekki það af langri reynslu, hversu óskaplega sumt fólk á erfitt með að gera upp á milli auka- atriða og aðalatriða. En nú liggur meira við en nokkru sinni fyrr í veraldarsög- unni. Þegar slík ógn vofir yfir, ætti að vera greiðari aðgangur að samvisku manna, svo að þeir geri sér meira far um að beita dómgreind sinni. Því að nú er einingin um það, sem öllu máli skiptir, eina lífsvonin. Friðarpáskar En einingin er því aðeins nokkurs virði, að hún stefni að því að ná einhverju mikilvægu markmiði í baráttunni fyrir 139

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.