Réttur - 01.07.1984, Side 32
frá þessu ótrúlega glæpaverki hafa
Bandaríkin verið viðriðin samfellda
keðju hernaðarátaka. Vísindamaður á
sviði friðarrannsókna hefur reiknað út,
að á árunum 45-75, þ.e.a.s. á 30 árum,
hafi Bandaríkin afkastað 76 stríðsárum,
það eru 2 til 3 stríð á ári.
Upptalningunni í kvæði Carls Sand-
burgs lauk 1973, en sama ár stóðu Banda-
ríkin að baki hins blóðuga valdaráns í
Chile. Tveim árum síðar kastaði alþýða
Víetnam Bandaríkjunum úr landi eftir
langt og kvalafullt stríð, þar sem þetta
öflugasta hernaðarveldi heims hafði
beitt fátæka smáþjóð flestum þeim morð-
og pyntingartólum, sem nútíma tækni og
heilar sálsjúkra vísindamanna höfðu upp
á að bjóða. Jafnvel kjarnorkusprengjan
kom til tals, það átti að „sprengja Víet-
nam aftur á steinöld“.
Eftir ósigurinn í Víetnam áttu Banda-
ríkin erfitt um vik með að gegna hinu
sjálfskipaða heimslögregluhlutverki sínu
vegna almenningsálitsins heima fyrir og
um allan heim, en það hafði átt sinn þátt
í ósigrinum í Víetnam. Á þessu tímabili
losuðu hinar gömlu nýlendur Portúgals,
Mosambík, Angóla ogGuinea Bissau, sig
undan áþjáninni, einum dyggasta banda-
manni Bandaríkjanna, íranskeisara, var
steypt af stóli, og nýlenduríkinu Ródesíu
var kollvarpað og á rústum þess reist hið
frjálsa Zimbabwe. Jafnvel í bakgarði
Bandaríkjanna fóru hlutir að gerast, al-
þýða Nicaragúa steypti böðlinum og
Bandaríkjaleppnum Somoza, alþýða
Grenada tók málin í eigin hendur, og í E1
Salvador blossaði frelsisbaráttan upp.
Lífsrými Bandaríkjanna og fylgiríkja
þeirra þrengist stöðugt jafnframt því sem
efnahagskreppan dýpkar, — örvænting
grípur um sig. Og þá er það að frjáls-
Vietnam sigrar bandaríska risann
Allt frá því að Bandaríkin settu punkt-
inn fyrir aftan seinni heimsstyrjöldina
með því að varpa helsprengjunni á Hiro-
shima og Nagasaki, eingöngu til að sýna
þjóðum heims hver valdið hefði, — allt
144