Réttur


Réttur - 01.07.1984, Blaðsíða 32

Réttur - 01.07.1984, Blaðsíða 32
frá þessu ótrúlega glæpaverki hafa Bandaríkin verið viðriðin samfellda keðju hernaðarátaka. Vísindamaður á sviði friðarrannsókna hefur reiknað út, að á árunum 45-75, þ.e.a.s. á 30 árum, hafi Bandaríkin afkastað 76 stríðsárum, það eru 2 til 3 stríð á ári. Upptalningunni í kvæði Carls Sand- burgs lauk 1973, en sama ár stóðu Banda- ríkin að baki hins blóðuga valdaráns í Chile. Tveim árum síðar kastaði alþýða Víetnam Bandaríkjunum úr landi eftir langt og kvalafullt stríð, þar sem þetta öflugasta hernaðarveldi heims hafði beitt fátæka smáþjóð flestum þeim morð- og pyntingartólum, sem nútíma tækni og heilar sálsjúkra vísindamanna höfðu upp á að bjóða. Jafnvel kjarnorkusprengjan kom til tals, það átti að „sprengja Víet- nam aftur á steinöld“. Eftir ósigurinn í Víetnam áttu Banda- ríkin erfitt um vik með að gegna hinu sjálfskipaða heimslögregluhlutverki sínu vegna almenningsálitsins heima fyrir og um allan heim, en það hafði átt sinn þátt í ósigrinum í Víetnam. Á þessu tímabili losuðu hinar gömlu nýlendur Portúgals, Mosambík, Angóla ogGuinea Bissau, sig undan áþjáninni, einum dyggasta banda- manni Bandaríkjanna, íranskeisara, var steypt af stóli, og nýlenduríkinu Ródesíu var kollvarpað og á rústum þess reist hið frjálsa Zimbabwe. Jafnvel í bakgarði Bandaríkjanna fóru hlutir að gerast, al- þýða Nicaragúa steypti böðlinum og Bandaríkjaleppnum Somoza, alþýða Grenada tók málin í eigin hendur, og í E1 Salvador blossaði frelsisbaráttan upp. Lífsrými Bandaríkjanna og fylgiríkja þeirra þrengist stöðugt jafnframt því sem efnahagskreppan dýpkar, — örvænting grípur um sig. Og þá er það að frjáls- Vietnam sigrar bandaríska risann Allt frá því að Bandaríkin settu punkt- inn fyrir aftan seinni heimsstyrjöldina með því að varpa helsprengjunni á Hiro- shima og Nagasaki, eingöngu til að sýna þjóðum heims hver valdið hefði, — allt 144
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.