Réttur - 01.07.1984, Side 34
ímynd frelsisins umsköpuð
eðlislægri grimmd og valdagræðgi
mannsins. Og heimsvaldastefnan á sér
enga sjálfstæða tilvist. Hún er knúin fram
af útþenslueðli auðmagnsins, þörf þess
fyrir markaði, hráefni og fjárfestingar-
möguleika. Þetta er lífsforsenda þess hag-
kerfís, sem við búum við, og jafnframt sú
sívirka styrjaldauppspretta, sem verður
að ryðja úr vegi, eigi mannkynið einhvern
tíma eftir að fá að búa við frið á jörð.
Ég ætla að láta bandarískum hershöfð-
ingja, Smedley Butler, eftir að skýra nán-
ar hvernig stendur á þessari alþjóðlegu
glæpastarfsemi Bandaríkjanna. í endur-
minningum sínum, sem komu út 1935,
segir hann: „Ég aðstoðaði við að gera Ha-
iti og Kúbu að sómasamlegum stöðum
fyrir strákana í National City Bank. Ég
aðstoðaði við að hreinsa til í Nicaragúa
fyrir bankabræðurna Brown 1909-1912.
Ég bjó Dóminikanska lýðveldið undir
bandaríska sykurhagsmuni. Ég aðstoðaði
við að mýkja upp Hondúras fyrir banda-
ríska ávaxtaræktendur árið 1903 ...“
Aftar í sömu bók er að finna eftirfarandi
athyglisverðu orð: „Þegar ég lít yfir far-
inn veg sé ég að ég gæti gefið A1 Capone
nokkur góð ráð. Hann náði ekki lengra á
valdaferli sínum en til þriggja borgar-
hverfa. Umsvif okkar í sjóhernum náðu
til þriggja meginlanda."
Það er kominn tími til að ísland hætti
að verja hagsmuni bandarískra auð-
manna, hætti að vera varðhundur þeirra
í Norður-Atlantshafí.
Það er kominn tími til að ísland hætti
að kúra undir hrammi bandarísku heims-
valdastefnunnar og vera samsekt í glæpa-
verkum hennar.
Það er kominn tími til að „þessi frið-
sama þjóð“ hætti að aðhyllast þá heim-
speki Stórabróður og Sjálfstæðisflokks-
ins, að stríð sé friður, og taki aftur upp
stefnu hlutleysis og sjálfstæðis.
Við neitum að aðhyllast þá heimspeki
að sjálfstæði sé ósjálfstæði.
Við, hinir raunverulegu íslensku sjálf-
stæðismenn, krefjumst þess að ísland
gangi úr NATO og að bandarísku dátarn-
ir hypji sig heim.
146