Réttur


Réttur - 01.07.1984, Qupperneq 34

Réttur - 01.07.1984, Qupperneq 34
ímynd frelsisins umsköpuð eðlislægri grimmd og valdagræðgi mannsins. Og heimsvaldastefnan á sér enga sjálfstæða tilvist. Hún er knúin fram af útþenslueðli auðmagnsins, þörf þess fyrir markaði, hráefni og fjárfestingar- möguleika. Þetta er lífsforsenda þess hag- kerfís, sem við búum við, og jafnframt sú sívirka styrjaldauppspretta, sem verður að ryðja úr vegi, eigi mannkynið einhvern tíma eftir að fá að búa við frið á jörð. Ég ætla að láta bandarískum hershöfð- ingja, Smedley Butler, eftir að skýra nán- ar hvernig stendur á þessari alþjóðlegu glæpastarfsemi Bandaríkjanna. í endur- minningum sínum, sem komu út 1935, segir hann: „Ég aðstoðaði við að gera Ha- iti og Kúbu að sómasamlegum stöðum fyrir strákana í National City Bank. Ég aðstoðaði við að hreinsa til í Nicaragúa fyrir bankabræðurna Brown 1909-1912. Ég bjó Dóminikanska lýðveldið undir bandaríska sykurhagsmuni. Ég aðstoðaði við að mýkja upp Hondúras fyrir banda- ríska ávaxtaræktendur árið 1903 ...“ Aftar í sömu bók er að finna eftirfarandi athyglisverðu orð: „Þegar ég lít yfir far- inn veg sé ég að ég gæti gefið A1 Capone nokkur góð ráð. Hann náði ekki lengra á valdaferli sínum en til þriggja borgar- hverfa. Umsvif okkar í sjóhernum náðu til þriggja meginlanda." Það er kominn tími til að ísland hætti að verja hagsmuni bandarískra auð- manna, hætti að vera varðhundur þeirra í Norður-Atlantshafí. Það er kominn tími til að ísland hætti að kúra undir hrammi bandarísku heims- valdastefnunnar og vera samsekt í glæpa- verkum hennar. Það er kominn tími til að „þessi frið- sama þjóð“ hætti að aðhyllast þá heim- speki Stórabróður og Sjálfstæðisflokks- ins, að stríð sé friður, og taki aftur upp stefnu hlutleysis og sjálfstæðis. Við neitum að aðhyllast þá heimspeki að sjálfstæði sé ósjálfstæði. Við, hinir raunverulegu íslensku sjálf- stæðismenn, krefjumst þess að ísland gangi úr NATO og að bandarísku dátarn- ir hypji sig heim. 146
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.