Réttur


Réttur - 01.07.1984, Síða 37

Réttur - 01.07.1984, Síða 37
750 hermenn búna vélbyssum, skriðdrek- um og þyrlum á vettvang til að verja verk- fallsbrjóta. fmyndið ykkur, að þetta gerist í Sovét- ríkjunum og að verkfallsforingi segi: „Ég lýsi ekki ábyrgð á þessu verkfalli á hendur yfirmönnum mínum. Ekki einu sinni á hendur verkfallsbrjótunum, heldur leið- togunum í Kreml. Eessi atlaga að okkur var skipulögð í Moskvu.“ Hvílíkt lostæti fyrir sjónvarpið, hljóð- varpið og blöðin, — allt frá Mogga yfir á Þjóðvilja. En nú heyrist ekkert, — eða alveg eins og þetta hafi gerst í Bandaríkjunum, sem það og hefur! Þetta námaverkfall hefur nú staðið í Arizona í rúmt ár. Tvöþúsund og þrjúhundruð verkamenn í koparnám- um risafyrirtækisins Phelps Dodge berj- ast hetjulegri baráttu gegn vinnuaflskaup- endum, lögreglu og her. Það var bandarískur verkamaður, sem hvorki vildi skella skuldinni á yfirmenn sína né verkfallsbrjótana, heldur á brask- arana í Wall Street, — og sem lýsti því yfir að atlagan væri skipulögð í yfirheim- um New York. Verkfallið hefur nú staðið í rúmt ar. Verkfallsbrjótar láta byssukúlum rigna yfir heimili verkfallsforingjanna. Einum verkfallsmanna segist svo frá: „Þetta var kyrrlát hola hér áður fyrr. En nú þori ég ekki Iengur að hleypa börn- unum mínum út. Verkfallsbrjótarnir vaða uppi, nauðga og slást. Þetta eru örg- ustu þrjótar.“ Þrjótar, sem Washington heldur hlífi- skildi yfir. Og fjölmiðlar þegja þrátt fyrir það, að athygli Vesturlanda hafi beinst vikum saman að dollaraleikunum sem fram fóru í næsta fylki, en þar moraði allt í fréttamönnum. Hvar er nú allt tjáninga- frelsið? Ku Klux Klan leiðtogi Andstæðingar kynþáttakúgunar réttdræpir Ku Klux Klan leiðtogi lyftir höndum til himins sigrihrósandi. Hverju fagnar hann? í Greensboro í North Carolina gerist það dag nokkurn árið 1979 að 9 félagar úr Ku Klux Klan koma akandi að mótmæla- göngu gegn kynþáttakúgun. Þeir stíga úr bílnum, taka í rólegheitum fram vopn og skjóta skipulega inn í gönguna. Fimm manns létu lífið, fjórir hvítir og einn svartur. Allir kommúnistar. Atburðurinn er til á sjónvarpsmynd, 149

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.