Réttur


Réttur - 01.07.1984, Side 38

Réttur - 01.07.1984, Side 38
sem sýnir greinilega hvernig ómennin sölluðu niður mennina. En þrátt fyrir að myndin væri sýnd mörgum sinnum við réttarhöldin, voru þeir sýknaðir í vor — í annað skipti. — í kviðdómnum sátu ein- göngu hvítir menn. Morðingjarnir lofuðu guð fyrir dómsúrskurðinn... Ekkja eins fórnarlambsins sagði um dómsúrskurðinn, að hann gæfi kynþátta- kúgurum og nasistum leyfi til að vaða uppi og drepa eins og þeim sýnist. ★ ★ ★ Mótmælin „Hey, hey Uncle Sam, we remember Vietnam!“ Þann 7. júní í ár lokuðu hernaðarand- stæðingar fyrir aðgang að alríkisbygging- unni The Jacob Javits Federal Building á Manhattan. í dreifiriti frá aðgerðunum voru Bandaríkin ásökuð um að ætla að steypa ríkisstjórn Nicaragúa, fjármagna morð á óbreyttum borgurum í E1 Salva- dor, hafa forustu um kjarnorkuvígbúnað- inn og mergsjúga bandaríska alþýðu. Lögreglan lét strax til skarar skríða, en um leið og einn hópurinn var handtekinn bættist nýr í skarðið. Alls voru um 300 manns handteknir. Tveim dögum síðar tóku tíuþúsund manns þátt í kröfugöngu á miðri Man- hattan og kröfðust félagslegra umbóta í stað vígbúnaðar. Á Dag Hammarskjölds Plaza, skammt frá byggingu Sameinuðu þjóðanna, voru lesnar upp ákærur á hendur Reagan forseta, Caspar Wein- berger varnarmálaráðherra, Jeanne Kirk- patrick sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum og Henry Kissing- er utanríkismálaráðgjafa. Þann 4. júní efndu 400 friðarsinnar til inótmæla á Rock Island í Illinois við eina helstu vopnaverksmiðju Bandaríkjanna. Mótmælendur reistu götuvígi úr hjól- börðum. Yfirvöld létu umgirða eyjuna, sem verksmiðjan stendur á, og kölluðu á sérþjálfaðar sveitir, sem komu flugleiðis alla leið frá Fort Benning í Kaliforníu. Þetta er talið hafa kostað 548.000 dollara. Sama dag lokuðu 150 hernaðarand- stæðingar fyrir aðgang að Griffiss flug- stöðinni í New York ríki til að mótmæla því, að þar væru staðsettar B52 flugvélar búnar stýriflaugum. 79 manns voru hand- teknir. í San Fransisco voru 18 manns hand- teknir inni í alríkisbyggingunni fyrir að

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.