Réttur - 01.07.1984, Page 39
hafa lesið upp nöfn dauðra og horfinna í
E1 Salvador.
★ ★ ★
Oþekkt heimsmet
Það fór ekki framhjá mörgum þegar
Bandaríkin settu heimsmet á Ólympíu-
leikunum sl. sumar. Blöskraði flestum
þjóðremban sem því fylgdi og sem reynd-
ar gegnsýrði leikana alla, en til þeirra var
í upphafi stofnað í anda alþjóðahyggju og
bræðralags þjóða.
En Bandaríkin eiga mörg önnur heims-
met, sem ekki er hampað á sama hátt
með villtu fánaveifi. Eitt þeirra er í
heimilisleysi. Hvorki meira né minna en
2,5 milljónir manna eiga hvergi höfði sínu
að að halla og mun það vera heimsmet í
flokki háþróaðra iðnríkja.
bað eru Landssamtökin til styrktar
heimilisleysingjum sem hafa reiknað
þetta út, og hefur atvinnuleysið og efna-
hagsstefnan aukið þarna við hálfri milljón
manna frá árinu 1982.
Reagan sjálfur hreykir sér hvað þetta
heimsmet snertir og telur að „aðeins"
fjórðungur milljónar sé á götunni.
„Heimilisleysingjarnir hafa valið sér þetta
hlutskipti sjálfir,“ segir hann lítillátur.
Myndin hér fyrir neðan sýnir svefnsal
fyrir atvinnuleysingja í New York borg.
Algengara er þó að þeir sofi á götunni, í
stigagöngum, í bráðabirgða súpudreifing-
arhjöllum o.s.frv.
151