Réttur - 01.07.1984, Page 43
veldissinna var tekinn af lífi, var samband
þessara gömlu spænsku sýslna úr sögunni
og afturhaldið tók völdin í þeim öllum.
Hernaðarlegt mikilvægi
Lega Mið-Ameríkulýðveldanna á eiði,
sem aðskilur tvö heimshöf, gerir þau
hernaðarlega mikilvæg. Samfara örum
vexti siglinga og verslunar á 19. öld og sí-
vaxandi eftirspurn nýlenduveldanna eftir
hráefnum og ódýru vinnuafli jókst mikil-
vægi þessa svæðis. Vaxandi völd og áhrif
Bandaríkjanna ógnuðu fyrst og fremst
breska nýlenduveldinu á Karabíska haf-
inu og í Mið-Ameríku. Meiri hluti kara-
bísku eyjanna voru á valdi Englendinga,
þeir kölluðu jafnvel karabíska hafið mare
nostrum („haf okkar“).
Hráefnin sem svæðið hafði upp á að
bjóða voru m.a. sykur og dýrir málmar.
Nýi heimurinn hafði einnig upp á að
bjóða drykk sem Evrópumenn og
Norður-Ameríkanar kunnu fljótt að
meta: kaffi, te og ávöxt sem er einkenn-
andi fyrir svæðið, banana.
Með útþenslu Bandaríkjanna yfir
norður-ameríska meginlandið jókst þörf
Bandaríkjanna og áhugi á að finna leið
milli austur- og vesturstrandarinnar. Eina
sjóleiðin lá hringinn í kring um Suður-
Ameríku og um siglingaleiðina erfiðu við
Kap Horn. Skipaskurður gegnum Mið-
Ameríku hefði í för með sér óhemju
sparnað á tíma og peningum.
í byrjun var Nicaragúa talið hentugasta
155