Réttur


Réttur - 01.07.1984, Síða 51

Réttur - 01.07.1984, Síða 51
HL SALVADOR-NEFNDIN Á ÍSLANDI: Tökum þátt í stuðningsstarfi við alþýðu Mið-Ameríku Nú eru liðin um tvö og hálft ár frá því, að E1 Salvador-nefndin á íslandi var stofnuð, og hefur starf hennar verið fólg- ið í fræðslu um þjóðfrelsisbaráttu alþýð- unnar í Mið-Ameríku og pólitískum og fjárhagslegum stuðningi við þá baráttu. Til þess að kynna ástandið, hefur nefndin m.a. haldið fræðslufundi, gefið út bæklinga og blaðið E1 Salvador, sem komið hefur úr þrisvar á ári. Ásamt flokkum, verkalýðsfélögum og félagasamtökum hefur verið boðið hing- að fulltrúum þjóðfrelsisaflanna, FMLN/ FDR í E1 Salvador og fulltrúa Sandinista- stjórnarinnar í Nicaragúa. Einnig hefur nefndin stuðlað að því, að málefni Mið- Ameríku væru tekin upp í starfi verka- lýðshreyfingarinnar og á Alþingi. Verkalýðsfélögin hafa samþykkt álykt- anir, þar sem fordæmd er hernaðaríhlut- un Bandaríkjastjórnar, morðið á Maria- nellu Garcia Viílas og lýst er yfir sam- stöðu með alþýðu E1 Salvador og annarra landa Mið-Ameríku, jafnframt því sem íslenska ríkisstjórnin er hvött til þess að viðurkenna FMLN/FDR, sem réttmæta fulltrúa salvadorsku þjóðarinnar. Einnig hafa þau veitt fjárhagsstuðning til FMLN/FDR og verkefnis á vegum AMES, samtaka kvenna í E1 Salvador, en þetta verkefni var fólgið í því að styrkja rekstur saumastofu í Nicaragúa þar sem flóttakonur frá E1 Salvador geta skapað sér lífsviðurværi. Um síðustu jól fjármögnuðu Kennara- sambandið og Hið íslenska kennarafélag söfnun til skólabarna á frelsuðu svæðun- um í E1 Salvador. Pannig hefur árangurinn orðið mun meiri, en stærð nefndarinnar gefur tilefni til og þrátt fyrir að enn vanti húsnæði og fé til starfseminnar. Þennan mikla árangur má fyrst og fremst þakka góðum málstað og mjög já- kvæðum undirtektum og samstarfi við verkalýðsfélög, stjórnmálaflokka og fé- lagasamtök. Þó svo lítið fari fyrir fréttaflutningi af þessum stríðshrjáða heimshluta, er langt í frá að einhverjar meiriháttar breytingar í þágu alþýðu manna hafi átt sér þar stað, ef frá er talin uppbygging í Nicaragúa og á frelsuðu svæðunum í E1 Salvador. Nýafstaðnar forsetakosningar í E1 Sal- 163

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.