Réttur


Réttur - 01.07.1984, Side 52

Réttur - 01.07.1984, Side 52
dorbúa, sem dauðasveitirnar hafa myrt á undanförnum árum. Og þeir eru fleiri í æðstu stöðum. Varnarmálaráðherrann, Casanova, stendur jafn blóðugur upp fyrir haus. Það er vel þekkt staðreynd, að dauða- sveitirnar eru að hluta til fjármagnaðar af innanríkisráðuneytinu og skilin milli þeirra og stjórnarhers og þjóðvarðliða eru hreint ekki svo augljós. Það er því sorglega misheppnaður áróður, þegar Duarte segist munu sækja alla þá til saka, sem beri ábyrgð á morð- um meira en 50.000 Salvadorbúa, ella segja af sér embætti. Sama má segja um vilja hans til samningaviðræðna við þjóð- frelsisfylkinguna FMLN/FDR. En sætsúra lygin hefur löngum verið síðasta hálmstrá þeirra, sem brestur kjark til að horfast í augu við raunveruleikann. lilaðaljósmyndarinn John Hoagland, er vinnur in.a. fyrir Time og Newsweek, tekur niyndir af stjórnarhcrnum að störfum. Síðar varð hann sjálfur fórnarlamb þessa hers. vador, sem lauk með sigri Jose Napoleon Duarte, breyta þar litlu. Duarte var fyrst og fremst sú andlits- lyfting, sem Bandaríkjastjórn þurfti nauðsynlega á að halda til þess að tryggja sér stuðning þingsins til áframhaldandi og jafnframt gífurlega aukinnar hernaðarað- stoðar við böðlana í E1 Salvador. Það varð ekki lengur falið fyrir umheiminum að major Roberto D’Aubuisson, mót- frambjóðandi Duarte, forseti stjórnlaga- þingsins og jafnframt sterkasti maðurinn í síðustu stjórn, var og er einn aðalhöfuð- paurinn að baki hinna illræmdu dauða- sveita. Hann er sagður bera ábyrgð á morðinu á Romero erkibiskupi, banda- rísku nunnunum (sem talið er að hafi haft undir höndum gögn, sem sönnuðu ábyrgð D’Aubuisson á morðinu á Romero) svo ekki sé minnst á þá tugi þúsunda Salva- 164

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.