Réttur


Réttur - 01.07.1984, Síða 54

Réttur - 01.07.1984, Síða 54
Sú er staða Reaganstjórnarinnar nú. Það hefur ekkert skort á yfirlýsingar Bandaríkjastjórnar um samningaviðleitni og stuðning við friðartillögur Contadora- ríkjanna. En þær duga skammt, það eru verkin, sem tala. Stjórn Nicaragúa hefur mátt verjast á- sökunum Reagan-stjórnarinnar um hæg- fara uppbyggingu á sama tíma og Reag- an-stjórnin hefur ekki látið neitt tækifæri ónotað til að gera að engu þær gífurlegu umbætur í þágu alþýðunnar sem orðið hafa eftir byltinguna. Hvað sem líður öllum áróðri Reagan- stjórnarinnar, stendur eftir sem áður sú staðreynd, að það er ekki hernaðarleg ógnun, sem henni og bandarísku auðvaldi stafar af frelsisbaráttu þjóða Mið-Amer- íku. Ekki heldur af einhverri ákveðinni túlkun pólitískrar hugmyndafræði. Bandarísku auðvaldi stafar fyrst og fremst ógnun af þeim raunveruleika, sem er Nicaragúa, Kúba og E1 Salvador og Guatemala í vaxandi mæli. Þeim raun- veruleika, að alþýða þessara landa eigi fullan rétt á þeim grundvallarmannrétt- indum, sem við hingað til höfum talið svo sjálfsögð, að hún geti barist fyrir þeim og í þeirri baráttu sigrað sterkasta hernaðar- veldi heims. Alþjóðlegt stuðningsstarf er mjög mikilvægt og framlag okkar skiptir máli. E1 Salvador-nefndin vill því hvetja þig, lesandi góður, til þess að taka virkan þátt í baráttunni gegn auðvaldi, gegn her- valdi. Vináttufélag Vináttufélag ísland og Kúbu (VÍK) var stofnað í nóvember 1971. Á hinum Norðurlöndunum höfðu þá verið starf- rækt samskonar félög um nokkurt skeið, og 1970 hafði fyrsti norræni vinnuhópur- inn — Brigada Nordica — farið til Kúbu, dvalist þar í nokkrar vikur, unnið fyrir byltinguna og kynnst landi og þjóð. Spurnir bárust af þessum ferðum hingað til íslands og kviknaði hér áhugi á þátt- töku í þeim. Sumarið 1973 tóku fimm ís- lendingar þátt í fjórðu norrænu vinnu- ferðinni til Kúbu. Síðan hefur VÍK sent þangað hóp af fólki á hverju ári og hefur nú hátt á annað hundrað manns farið héðan til Kúbu á vegum félagsins. Starfsemi VÍK snýst að verulegu leyti um þessar vinnuferðir, enda er undirbún- ingur þeirra og skipulagning töluvert starf. Félagið sendir fulltrúa sinn á árleg- an fund norrænu vináttufélaganna, þar sem næsta ferð er skipulögð og ýmis framkvæmdaatriði rædd. Ferðin er síðan auglýst hér heima. Reynist umsækjendur vera fleiri en sætin sem íslendingum eru ætluð í ferðinni, kemur það í hlut stjórnar VÍK að velja og hafna. Síðan eru haldin undirbúningsnámskeið, þar sem væntan- legum Kúbuförum er sagt frá landinu sem þeir ætla að heimsækja, þeim er fengið í hendur lesefni sem félagið hefur útbúið sérstaklega í þessum tilgangi og síðast en ekki síst fá þeir tækifæri til að kynnast hver öðrum og renna saman í samstilltan hóp. Allir Kúbufarar gerast félagar í VÍK, og eftir heimkomuna eru þeir oft manna virkastir í félaginu. Aðalfundir VÍK eru haldnir á haustin, 166

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.