Réttur


Réttur - 01.07.1984, Page 58

Réttur - 01.07.1984, Page 58
legu stefnuplaggi um hið kjarnorku- vopnalausa svæði. Hugmyndir þessar eiga geysi miklu fylgi að fagna í Skandinavíu og á íslandi líka, þótt íslenska stjórnin hafi ein allra ríkisstjórna á Norður- löndum fjandskapast út í þær. SHA búast við langri og strangri bar- áttu því vígbúnaðaröfl bæði erlend og innlend eru sterk og hafa mikil tök á fjöl- miðlum og upplýsingadreifingu. Æ fleiri hallast að þeirri skoðun að hér sé um bar- áttu upp á líf og dauða að ræða því verði ekki gagnger stefnubreyting í sam- skiptum kjarnorkuveldanna endi mannkynið vegferð sína í vítiseldi kjarn- orkunnar. SHA krefjast þess að íslensk stjórnvöld snúist gegn helstefnu kjarnorkuvopna- kapphlaupsins. Þau krefjast þess að her- inn fari af landinu, landið hverfi úr NATO og aldrei komi til þess framar að erlend herveldi noti land og þjóð hernað- arhagsmunum sínum til framdráttar. Lokatakmarkið er, að ísland verði hlut- laust ríki í friðarbandalagi með þjóðum sem berjast gegn kjarnorkuvígvæðingu og vopnaðri valdbeitingu landa í milli. Á.H. formaður Samtaka herstöðvaandstæðinga Herstöðin í Hornafiröi 170

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.