Réttur


Réttur - 01.07.1984, Side 64

Réttur - 01.07.1984, Side 64
Úr verkfallinu Ort 3. okt., er starfsmenn voru sviknir um útborgun mánaðar- kaupsins: „í fátækra er fokið skjól, fæ ég kaupið skerta. Ég vil heldur auðan stól en aumingjann hann Berta.“ Atvinnurekandi endar símtal í miðju verkfalli við verkfallsmann með þessum orðum hrokans: „Og skammist þið svo til að fara að vinna fyrir þetta skítakaup!" Giskað var á í verkfallslok að það kostaði ríkið um 400 milljónir króna hækkunin til starfsmann- anna. Auðvaldið á íslandi munar ekki mikið um svona smáræði. Hvernig væri að láta Aðalverktaka hf., samfélag íhalds og Framsóknar, borga það með stóreignaskatti. Það væri bara nokkur hluti þess sem það gróðafélag á inni í spari- sjóðunum, að ekki sé talað um aðrar stóreignir þess. Guðmundur Böðvarsson hefði orðið áttræður 1. sept. sl., ef hann hefði lifað. Látum hann tala til okkar í nokkrum af þeim vísum hans, er innilegast skír- skota til hvers íslendings á þessum örlagatímum þjóðar- innar: „Glitrar grund og vangur, glóir sund og drangur. Litli ferðalangur láttu vakna nú þína tryggð og trú. — Lind í lautu streymir, lyng á heiði dreymir, — þetta land átt þú. Hér bjó afi og amma eins og pabbi og mamma. Eina ævi og skamma eignast hver um sig, — stundum þröngan stig. En þú átt að muna, alla tilveruna, að þetta land á þig. Ef að illar vættir inn um myrkragættir bjóða svika sættir, svo sem löngum ber við í heimi hér, þá er ei þörf að velja: þú mátt aldrei selja það úr hendi þér. Göngum langar leiðir, landið faðminn breiðir. Allir götur greiðir gamla landið mitt, sýnir hjarta sitt. Mundu, mömmu Ijúfur, mundu, pabbastúfur, að þetta er landið þitt." Vegna mistaka í prentsmiðjunni var í siðasta Rétti birt mynd úr einu af leikritum þýska skáldsins Rolf Hochhuth og er hér birt mynd af honum sjálfum, sem þá átti að koma. NEISTAR 176

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.