Réttur


Réttur - 01.10.1984, Page 1

Réttur - 01.10.1984, Page 1
létbir 67. árgangur 1984 — 4. hefti Sá andlegi og siðferðilegi sigur, er vannst í verkfalli BSRB er mikilvægari en kaupgjaldshækkunin, er knúin varfram. Við samstöðuna og átökin kenndu starfsmennirnir, ekki síst konurnar, máttar síns — og samtökunum óx ás- megin við að finna til þess afls, er í þeim bjó og beita því við harðvítuga and- stæðinga. Og fjöldi starfandi fólks mun og finna til þess skilnings að vart muni nokkur kauphækkun örugg, fyrr en afturhaldsstjórn íhalds og Framsóknar hefur verið rekin frá völdum. Það er ekkert smáræði, sem um er barist. Fyrir 40 árum tókst einni kynslóð vígreifrar alþýðu það kraftaverk að hefja afnám fátæktarinnar og skapa bjargálnir undanfarinna áratuga hjá alþýðu. Nú reynir ríkasta yfirstétt, sem á íslandi hefur drottnað að fremja það níðingsverk að koma örbirgðinni aftur á hjá alþýðu. Á henni að takast það? Kaupránslögin illu voru upphafið. Það er ætlun hennar að gera íslenska alþýðu að þrælalýð, — eigi aðeins fyrir sig, heldur og handa erlendum auðhringum og herdrottnalýð. Það er um þetta, sem er barist og verður barist. Og eigi aðeins um þetta. Þessi forríka og hrokafulla yfirstétt er um leið og að reyna að ræna auð- lindum íslendinga, — fyrst og fremst fossaflinu handa erlendum einokunar- hringum. Og samtímis vinnur hún að því að selja íslendinga í skuldaþrældóm hjá versta okurveldi heims, auðvaldi Bandaríkjanna. Álsamningurinn 1984 er versta frelsis- og yfirráðaafsal íslendinga á efna- hagssviðinu síðan 1961 að ríkisstjórn (halds og Alþýðuflokks sömdu við Breta um að (slendingar skyldu aldrei stækka fiskveiðilögsöguna upp úr 12 mílum nema með leyfi Breta og Haagdómstólsins. Þá lýsti stjórnarandstaðan, Alþýðubandalag og Framsókn, yfir því að þessir flokkar myndu rifta þessum nauðungarsamning, gerðum undir breskri hervaldsbeitingu, strax og þeir kæmust til valda. Og til valda komust þeir 1971, riftu kúgunarsamningnum og stækkuðu fiskveiðilögsöguna í 50 mílur — og síðar var 200 mílna markinu náð. Fram til 1970 voru enn nokkrar leyfar manndóms hjá íhaldi og Framsókn, þó látið væri undan hótunum hervalds og blekkingum auðhringa- þjóna, — en nú er sem hermangsflokkar þessir séu alveg búnir að selja svo sál og sannfæringu, að þeir geri samninga við erlenda auðhringi sem væru þeir drottnandi erlend stórveldi en ísland nýlenda þeirra — og útlendum því veitt hverskonar sérréttindi í landinu, en „hinir innfæddu" sviftir mannréttind- um með bráðabirgðalögum, seldir í þrældóm kaupkúgunar og hlaðnir skulda- böggum, allt til þjónkunar hinu erlenda kúgunarvaldi.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.