Réttur


Réttur - 01.10.1984, Síða 35

Réttur - 01.10.1984, Síða 35
drifaríka skeiði í sögu Nícaragúa. Sveitir Sómóza stöðva bíl Sandínós, grípa hann og nánustu samstarfsmenn hans og myrða þá. Sómóza staðfesti sjálfur að hann hefði framið þetta ódæði með „hagsmuni Ní- caragúa“ fyrir augum og í samráði við sendiherra Bandaríkjanna. Stuttu síðar settist Sómóza í forsetastól og þar sat hann og synir hans í rúm 43 ár. Þessi sex ára barátta fátæks almúga með Sandínó í broddi fylkingar hlýtur að teljast stéttastríð, afleiðing margra alda kúgunar og valdnýðslu jafnt innlendra sem erlendra drottnara. Varla er unnt að segja að skýr og heilsteypt hugmynda- fræði hafi verið leiðarljós í baráttu sand- ínista, öllu fremur var um að ræða rétt- lætisást, þjóðernishyggju, sjálfsvirðingu og djúpstæðan áhuga fyrir félagslegri vel- ferð fátæklinga og lítilmagna. Þrátt fyrir það skiptir barátta Sandínós sköpum fyrir andspyrnuna í Mið-Amer- íku. Fordæmi hans hvatti nýjar kynslóðir til dáða í baráttunni gegn kúgun og arð- ráni. Sandínó varð tákn frelsisþorsta og baráttuvilja alþýðunnar. Byltingarhreyf- ingin, sem nokkrum áratugum síðar tók upp baráttuna á ný og linnti ekki fyrr en sigurinn var í höfn í föðurlandi Sandínós, skírskotaði ekki að ástæðulausu til barátt- unnar á 3. og 4. áratugnum. Byltingar- stjórn sandínista kippir í kynið. Tímabil kúgunar Tímabilið milli heimsstyrjaldanna ein- kenndist að öðru leyti af því að afturhald og kúgun ríkti í Mið-Ameríkulýðveldun- um. „Sterkir menn“, einkennisklæddir og óeinkennisklæddir einræðisherrar, sátu að völdum í krafti grimmúðlegra ofsókna. Stjórnmála- og kjarabarátta var í flestum tilvikum bönnuð eða rækilega heft. Bandaríkin studdu þessa einræðisherra opinskátt og sáu þeim tyrir hergögnum og fjármagni til að treysta stöðu þeirra. í staðinn sköpuðu þeir hagstæð skilyrði fyrir Bandaríkin bæði á stjórnmála- og efnahagssviðinu. Þegar skyggnst er undir yfirborðið, reyndist „stefna góða grannans“, sem Roosevelt talaði um þeg- ar hann settist í forsetastól, einungis vera framhald þeirrar stefnu, sem Bandaríkin höfðu áður fylgt, með þeirri breytingu að reynt var að forðast bein afskipti banda- ríska hersins. Þess í stað komu Bandaríkin sér upp innlendum bandamönnum og voru örlát á hernaðaraðstoð í formi þjálfunar og hergagna. Herstöðvarnar við Panama- skurð voru sífellt stækkaðar og urðu að risavöxnum búðum í þessu skyni. Einnig voru þúsundum herforingja boðnir styrk- ir og skólavist í herskólum Bandaríkj- anna en sumir þeirra voru meira eða minna sérhæfðir fyrir aðstæður í Mið- og Suður-Ameríku. Þessi menntun var að miklu leyti stjórnmálalegs eðlis; sam- kvæmt varnarmálaráðuneyti Bandaríkj- anna „er höfuðáhersla lögð á baráttu gegn uppreisnum“. Hátt í fimmtungi tím- ans er varið í andkommúnískan áróður og lofgjörð um Bandaríkin. Þannig réð Jorge Ubico ríkjum í Guate- mala frá árinu 1931 til ársins 1944, Tibur- cio Carias Andino í Hondúras 1931 til 1948, Hernanez Martinez í Salvador 1931 til 1944. Fjárfestingár Bandaríkjanna aukast Með þessari stefnu tókst Bandaríkjun- um að auka fjárfestingar sínar í Mið- Ameríku seinni hluta 4. áratugarins. Þeg- ar seinni heimsstyrjöldin skall á 1939 efld- ust yfirráð Bandaríkjanna enn á ný. Þau 211

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.