Réttur


Réttur - 01.10.1984, Qupperneq 23

Réttur - 01.10.1984, Qupperneq 23
kröfur um tveggja ára nám og mikla vinnu til aö fá inngöngu í hann. Ná- kvæmur fjöldi flokksmanna er ekki þekkt- ur en tölur allt frá 200 - 1000 hafa verið nefndar. Klofningurinn Hafi Bishop verið hinn vinsæli leiðtogi út á við, þá var Coard leiðtoginn inn á við og aðal hugmyndafræðingur flokksins, en hann var ekki mjög vinsæll meðal landsmanna. Coard gekk til liðs við NJM 1976 og hafði þá um sig lítinn hóp stuðn- ingsmanna, OREIL, (Organization of Revolutionary Education and Liberation). Hópurinn hafði starfað undir forystu Coards í nokkur ár og í honum voru eldri námsmenn sem unnu í e.k. leshring. Hópurinn krafðist þess á sínum tíma að NJM tæki skýrari marxíska-leníníska af- stöðu, áður en hann gengi til liðs við flokkinn. NJM vildi ekki breyta stefnu sinni á þeim tíma og OREIL varð hluti flokksins án frekari krafna. NJM fylgdi hægfara leið til sósíalisma (og seinna kommúnisma) en það þýddi langt tímabil þjóðernishyggju og and- heimsvaldastefnu. OREIL vildi hins veg- ar stytta þann tíma eins og mögulegt væri. NJM taldi að landsmenn þyrftu að ná vissum pólitískum þroska áður en þeir væru tilbúnir til að fylgja harðari sósíal- ískri stefnu. Það var alltaf víðtæk samstaða í flokkn- um um grundvallaratriðin, (blandað hag- kerfi, útrýmingu fátæktar og róttæka utanríkispólitík). Jafnvel í september 1983 leit út fyrir að það væri full samstaða um pólitískar áætlanir flokksins. Flestar heimildir lýsa vandanum sem ágreiningi urn hlutverk og uppbyggingu flokksins. Hrein og klár valdabarátta er einnig nefnd í þesu samhengi. Á annan bóginn var Bishop maður fólksins sem lagði mikla áherslu á bein áhrif landsmanna á pólitískar ákvarðanir (ráðalýðræði) en á hinn bóginn var Coard sem vildi auka völd flokksins í mikilvæg- um ákvörðunum. Báðar þessar stefnur höfðu verið til staðar allan tímann eins og hópur Coards ber vott um. Rétt er að nefna hér að Coard sagði sig úr miðstjórninni strax í júní 1982. Skýringar hans voru eftirfarandi: „Ég get ekki lengur unnið í miðstjórninni undir forystu Bishops, þar sem hún stefnir ekki, að því að byggja upp raunverulegan marx- ískan-lenínískan flokk.“ Eftir umræður og atkvæðagreiðslu í september og október 1983 var ákveðið að deila forystunni milli þeirra tveggja. Bishop skyldi áfram hafa stjórn landsins út á við en Coard skyldi stýra flokknum og leggja meginlínur. Þessi ákyörðun og umræðurnar sem leiddu til hennar voru leynilegar, landsmenn vissu ekkert. George Louison og Kendrick. Radix, sem eru einu eftirlifandi stuðningsmenn Bishops í stjórn NJM (annar þeirra átti sæti í miðstjórninni), skýra frá því að Coard og stuðningsmenn hans hafi-þegar á árinu 1982 bolað Radix úr miðstjþrninni á fölskum forsendum. Og þar með hafði Bishop einum l'ærra í sínu stuðningsliði. Coard hafði smátt og smátt náð að koma stuðningsmönnum sínum í mikilvægar stöður bæði í miðstjórninni og öðrum flokksstofnunum. Og meðan Bishop var erlendis í september kallaði Coard flokksmenn saman til að útlista fyrir.þeim hversu lélegur leiðtogi Bishop væri og gekk um leið úr skugga um að þeir hinir sömu hefðu góða stöðu ,í .samfélaginu. Louison og Radix halda því fram að CQard hafi með þessu unnið að því að gera flokksmenn að sérstökum forréttinda- hópi. 199

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.