Réttur


Réttur - 01.10.1984, Qupperneq 28

Réttur - 01.10.1984, Qupperneq 28
urður Nordal sagði, hafði verið einn þeirra fáu manna, er sáu í gegnum stríðs- blekkingarriar frá upphafi2. Pví hafði hann ort 1914: „Sætt mun veslings sannleikinn sofa um þessar mundir, hlekkjaður við höggstokkinn hermanns breddu undir.“ Og það varð mörgum dýrt að vakna. Rússneskar hersveitir höfðu verið sendar í tíð keisarans frá Odessa til þess að hjálpa Bandamönnum á vesturvígstöðv- unum og getið sér góðan orðstí í orust- unni miklu við Verdun. Nú neituðu þess- ar hersveitir að berjast áfram, er Rúss- land var hætt í stríðinu, og kröfðust þess að vera sendar heim. Pessar hersveitir voru afvopnaðar og drepnar, tíuþúsund hermanna alls, eftir skipun Foch hershöfðingja, er vildi hindra að „byltingarsýkin“ gripi um sig í franska hernum. Þessir Rússar voru ekki þeir einu, sem fengu að kenna á þakklæti yfirstéttarinar fyrir að fórna sér fyrir „föðurlandið“. Herréttur vann dag og nótt. Þúsundir enskra, franskra og belgískra hermanna voru skotnir. Blóðhundar yfirstéttarinnar myrtu eins lengi og þeir þorðu og gátu. En svo tók að bresta flótti í yfirstéttina sjálfa, er uppreisnaröflin mögnuðust. Vilhjálmur keisari flúði til Hollands, Karl Austurríkiskeisari til Lausanne í Sviss, Tyrkjasoldán flúði jafnvel á undan þeim með allt kvennabúr sitt til eyjar í Eyjahafi — og tleiri „þjóðhöfðingjar“ Miðveldanna fóru að þeirra dæmi. En þegar 130 franskar herdeildir voru í þann veginn að yfirgefa vígstöðvarnar og halda til Parísar, — þá var gert vopnahlé. Yfirstéttin sá að nú voru síðustu forvöð. Valdhafarnir sömdu frið innbyrðis. En nú sneru þessar blóði drifnu auð- mannastéttir og hershöfðingjar þeirra sér sameiginlega að því að reyna að brjóta á bak aftur þá alþýðu, er upp hafði risið. Þýskur her var með samþykki Banda- manna sendur til liðs við hvítliða Finn- lands til þess að drepa verkamenn, — 40.000 sósíalistar urðu fórnardýr þeirra. — Svipaðar aðferðir áttu sér stað í Buda- pest. Þýska herstjórnin var á því að hætta bardögum og ráðast ásamt her Banda- manna á Moskvu og þurrka út stjórn Bolshevikka. Foch var hlynntur þessari hugmynd. Og hefði Woodrow Wilson, Bandaríkjaforseti, ekki lagt algert bann við þessari hugmynd, hefði útrýmingartil- boði þýsku herforingjanna verið tekið. En brátt varð þýska yfirstéttin að fara að hugsa um sín eigin völd. og þá minntist Clemenceau þess hvernig Bismarck hafði aðstoðað frönsku burgeisana við að kæfa „kommúnuna“ í París 1871, drekkja verkalýðsuppreisn Parísarbúa í blóði. Og hann lét þýska herinn fá 50.000 þýskar vélbyssur til baka til þess að skjóta Spartakistana í Berlín og uppreisnar- mennina í Munchen. Og þýska burgeisa- stéttin fékk að koma upp „Reichswehr“ skipað 400.000 hermönnum, því breska ríkisstjórnin sagði að afvopnun Pýska- lands myndi leiða til þes að sósíalismi kæmist þar á ella. Burgeisastéttirnar voru alltaf samar við sig. Þær blekktu alþýðumennina til að drepa hvorir aðra — og græddu vel á. En þegar alþýðan sá í gegnum blekkingarn- ar, hófu blóðhundar yfirstéttarinnar að drepa alþýðufólkið, hvar sem þeir gátu. En þeir gátu það ekki allstaðar. Rúss- neska alþýðan stóðst árásir 14 auðvalds- ríkja, er stóðu í þrjú ár. 204

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.