Réttur


Réttur - 01.10.1984, Blaðsíða 17

Réttur - 01.10.1984, Blaðsíða 17
Nýsköpunarstj órnin 40 ár síðan hún var mynduð 21. okt. 1984 voru 40 ár líðin síðan nýsköpunarstjórnin var mynduð. Verkalýð- ur íslands hafði með sigrinum í skæruhernaðinum 1942 sýnt sig að vera jafnvel sterkara afl en borgarastéttin. Stjórn borgaraflokkanna hafði fallið og sundrast. Megn óvild hafði skapast milli forustuaflanna í íhaldi og Framsókn. Borgara- flokkarnir treystu sér ekki til stjórnarmyndunar gegn verkalýðnum, — þorðu hins vegar hvorugur enn að mynda stjórn með Sósíalistaflokknum. Því komst utanþingsstjórnin á. 2 ár Iiðu. 21. okt. 1944 tekst svo að mynda ný- sköpunnarstjórn Sjálfstæðisflokks, Sósíal- istaflokksins og Alþýðuflokksins. Eigi aðeins valdahlutföllin í landinu voru breytt, krafta hlutföll flokkanna á Alþingi einnig, eftir að þingmannafjöldi sósíalista hafði vaxið úr 3 í 10 í tvennum alþingis- kosningum 1942. Hugmyndin um nýsköpun atvinnulífs- ins var höfuðgrundvöllur hinnar nýju stjórnar: 300 milljónir króna (ca. 50 mill- jónir dollara) skyldu notaðar til að kaupa ný atvinnutæki handa þjóðinni: tryggja fulla atvinnu framvegis. Með sigrinum í skæruhernaðinum 1942 og í kosningunum 1942 og síðan með framkvæmd nýsköpunar atvinnulífsins í ríkisstjórn og nýbyggingarráði 1944-47 var örbirgðin á Islandi sigruð og brúin byggð frá fátækt til bjargálna íslenskrar alþýðu. Þann brúarsporð varð hún að verja með þrautseigju, erfiðri vinnu og pólitíski og faglegri baráttu næstu ára- tugi, uns nú niðurskurðarstjórnin illa tók að koma fátækt á á íslandi aftur, svo sár- an sverfur nú að þeim, sem bágast eiga, og sjálf lífskjör launafólks orðin óþol- andi. Yinnulaunin eru með lögum sett í það ófremdarástand, er var fýrir 50 árum. Það er mál að íslensk alþýða minnist fornra afreka sinna og láti ekki ríkustu auðkýfingastétt íslands bjóða sér örbirgð- ina og fátæktina fornu á ný. Ritað í okt. SKÝRINGAR: Nánari frásagnir og skilgreiningar á því, sem hér er á minnst er m.a. að finna í eftirfarandi: Réttur 1948: „íslensk stóriðja í þjónustu þjóðar- innar I - III og IV - IX“, einkum bls. 188-223. — „ísland í skugga heimsvaldastefnunnar", bls. 148- 182. — („Nýsköpunarræða" E.O. aftast í bókinni bls. 369-377) — Út af kaupráninu mikla haustið 1983 sjá línurit í Rétti (4. hefti 1983) bls. 198-199 um kaupmátt tímakaups verkamanna. 193

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.