Réttur


Réttur - 01.10.1984, Síða 36

Réttur - 01.10.1984, Síða 36
sóttu það hart að fá að taka eignir Þjóð- verja eignarnámi, sem skipti sérstaklega miklu máli í Guatemala, þar sem þýskt auðmagn var áhrifamikið í kaffifram- leiðslunni. Heimsstyrjöldin tók mikið til fyrir við- skiptamöguleika Mið-Ameríkulýðveld- anna við Evrópu og hratt þeim þar með enn fastar í greipar Bandaríkjanna. I byrjun 4. áratugarins fóru 20 hundraðs- hlutar kaffiútflutningsins til Bandaríkj- anna og 75 til Evrópu. Á tímabilinu frá 1940 til 1944 jókst hlutur Bandaríkjanna í 87 af hundraði. Kaffiútflutningurinn var milli 70 og 75 hundraðshlutar heildarút- flutningsverðmætis þessara landa. Þannig hafði seinni heimsstyrjöldin í för með sér hvað Mið-Ameríku snerti, að Bandaríkin náðu endanlega öllum áhrif- um og yfirráðum á efnahagssviðinu. Á stjórnmálasviðinu voru ríkisstjórnirnar trúir þjónar Bandaríkjanna og tryggilega háðar þeim efnahagslega. Bandarísk fyrirtæki og bankar höfðu framleiðslu- greinar landanna, verslun þeirra og iðnað svo gersamlega í hendi sér að full ástæða var til að kalla þau hjálendur Bandaríkj- anna, á borði þó að annað væri látið heita í orði. Draumsýnir bandaríska öldunga- deildarþingmannsins Beveridge frá alda- mótunum um yfirráð Bandaríkjanna yfir nýjum ströndum og mörkuðum höfðu svo sannarlega ræst. En heimurinn að lokinni seinni heims- styrjöldinni var ekki samur. Nýjar hreyf- ingar og straumar höfðu orðið til og þroskast í glímunni og uppgjörinu við fas- ismann og nasismann. Sá afgerandi þáttur sem hin sósíalísku Sovétríki áttu í sigrin- um yfir þessum myrkra öflum, efldi áhrif sósíalískra hugmynda um heim allan. Þannig urðu til öflugar hreyfingar gegn nýlendu- og heimsvaldastefnunni meðal margra kúgaðra þjóða, jafnt í gömlu ný- lendunum sem í löndum, sem í rauninni réðu sér ekki sjálf vegna þess hve háð þau voru öðrum ríkjum. Heimsstyrjöldin var háð og ógnir henn- ar umbornar í nafni frelsis og lýðræðis. Hún var háð í nafni félagslegs réttlætis, einnig fyrir hinar fátæku þjóðir um heim allan. Þetta vakti ógn og óvissu hjá valdhöf- unum í Bandaríkjunum og hjá banda- mönnum þeirra, einræðisherrunum í Mið-Ameríku. Hversu langt var þess að bíða að hin kúgaða alþýða Ameríku fylkti sér einhuga um þessar hugmyndir? Hvernig skyldi brugðist við þeirri ógn sem auðmagninu var búin? 212

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.