Réttur


Réttur - 01.10.1984, Side 10

Réttur - 01.10.1984, Side 10
að ekki sé fjallað sérstaklega um þau átök sem áttu sér stað í tengslum við BSRB- deiluna og sérstaklega snertu starfssvið hinna almennu verkalýðsfélaga. Þar lá iðulega við borð að til átaka kæmi. Þessi átök höfðu þann svip að verkafólk — í BSRB annars vegar og í almennu verka- lýðsfélögunum hins vegar væri að takast á um framkvæmd deilunnar. I rauninni voru þessi átök þó fyrst og fremst skipu- lögð af atvinnurekendum sem beittu valdi sínu til þess að þvinga fram afgreiðslur á skipum sínum. Þessar deilur voru engu að síður af því tagi að nauðsynlegt er fyrir ASÍ og BSRB að koma sér saman um samskiptareglur framvegis í kjaradeilum. Fyrsta áfanga kjarabaráttu er lokið. Framundan er næsti áfangi. í aðdraganda hans verður að gera fólki ljóst að kjara- baráttan ein og sér dugir ekki nema um skeið. Til þess að árangur kjarabarátt- unnar verði varanlegur þarf að ná fram pólitískum breytingum í þjóðfélaginu. Þessar breytingar þurfa að vera á sósíal- ískum grunni. Þær taki mið af hagsmun- um vinnandi stétta en gangi á hólm við peningaöflin í landinu og handbendi þeirra. Um þessar mundir eru sex þing- flokkar á alþingi. Vinstrimenn dreifa kröftunum á marga flokka þó þeim sé lífsnauðsyn að standa saman. Vitaskuld ætti verkalýðshreyfingin að gera sitt til þess að knýja fram samstöðu um sterkan verkalýðsflokk sem hefur í fullu tré við afturhaldsöflin í landinu. í undirbúningi næstu kjaraátaka þarf að leggja áherslu á eftirfarandi: 1. Að samstaða verkalýðshreyfingarinn- ar um kröfugerð alla sé sem best. 2. Að samstarf í vinnudeilum, er til átaka kemur, verði hnökralaust. 3. Að verkalýðshreyfingin setji fram sín- ar tillögur um það hvernig á að breyta þjóðfélaginu launafólki í vil. Slíkar til- lögur gætu orðið upphafið á sigurgöngu faglegarar og pólitískrar verkalýðs- hreyfingar. í verkfalli BSRB breyttist margt — meðal annars öðlaðist fólk þar nýja sýn með þátttöku í verkfallinu. Upp úr þess- um jarðvegi getur sprottið stofn sem ber nýja sprota á komandi árum til betri lífs- kjara, jafnréttis og lýðræðis. Gengislækkunin Ríkisstjórnin ákvað mánudaginn 19. nóvember nýja gengisskráningu. Gengið féll þann dag um 12,9% en hafði sigið næstu daga á undan, þannig nam gengis- lækkunin um 15,9%. Hækkun erlendra gjaldmiðla í íslenskri mynt nam 18,9%. Frá því að ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar tók við 27. maí 1983 hefur gengi íslensku krónunnar fallið með þeim hætti að erlendir gjaldmiðlar hafa hækk- að í verði um 56%. Þessi gengislækkun ríkisstjórnarinnar er frábrugðin gengislækkunum fyrri ára að því leyti að hún er á engan hátt bætt í kaupi því verðbætur á laun eru bannaðar með iögum frá því ríkisstjórnin tók við. Gengislækkunin 20. nóvember hefur tvíþættan tilgang: 1) að ræna verkafólk aftur því sem náðist í kjarasamningunum sem gerð er grein fyrir hér á undan. 2) að lama verkafólk þannig að það þori ekki að leggja til atlögu við stjórnar- stefnuna og afleiðingar hennar á nýjan leik eins og gert var í BSRB-verkfall- inu. Gengislækkunin er auk alls þessa ein- staklega fólskuleg vegna þess að þær kostnaðarhækkanir sem henni er ætlað að 186

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.