Réttur


Réttur - 01.10.1984, Page 41

Réttur - 01.10.1984, Page 41
Karlakór Akureyrar og undanfari hans „Karlakór Verkamanna“ Gamall samherji minn á Akureyri, Steingrímur Eggertsson, hefur fyrstur manna orðið við þeirri beiðni, er ég birti í Rétti að senda myndir og tilgreina nöfn, sem hætta er á að annars falli í gleymsku. Sendi hann mér þrjár myndir af Karlakór Akureyrar og með fylgdu nöfn allra þátttakenda. Birtast hér tvær af þessum myndum, frá 1930 og 1934 og nöfn allra. A Steingrímur bestu þakkir skil- ið fyrir að halda þessum heimildum til haga og varðveita nöfn þeirra, er þátt tóku í kórnum. Ég hef reynt að athuga, fyrst og fremst í „Verkamanninum“ hver sé uppruni og undanfari „Karlakórs Akureyrar" og komist að eftirfarandi niðurstöðum: Það fyrsta, sem minnst er á um „söng- flokka" í sambandi við fundi verkalýðs- félaganna er smáklausa 13. apríl 1926 í „Verkamanninum“ um að „söngflokkur skemmti“ á fundi Verkakvennafélagsins Einingar. — Ekki er líklegt að þessi flokkur standi í sambandi við Karlakór Verkamanna, er síðar kom fram, því „Einingin“ kom sér upp eigin kór síðar, svo þetta gæti eins verið undirbúningur að slíkum. Hið fyrsta, sem örugglega er getið um karlakór á vegum Verkamannafélagsins, er frásögn í „Verkamanninum“ 12, mars 1927. Þar greinir frá því að á afmælishátíð Verkamannafélagsins 26. febrúar 1927 hafi „karlakór, er Verkamannafélagið hafi æft í vetur“ sungið „ýms lög, þar á meðal Internationalinn, alþjóðasöng Steingrímur Eggcrtssun

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.