Réttur


Réttur - 01.10.1984, Qupperneq 15

Réttur - 01.10.1984, Qupperneq 15
Samkvæmt upphaflega samningnum þurftu hinir svissnesku auðjöfrar ekki að hafa neinn mengunarvarnabúnað, en þeir alþingismenn sem samþykktu samninginn þannig 1966 vilja nú helst gleyma slíku hneyksli. f»að var iðnaðarráðherra Al- þýðubandalagsins, Magnús heitinn Kjart- ansson, sem á einarðan hátt, knúði Alu- suisse til samninga um að auðhringurinn setti upp fullkominn mengunarvarnabún- að, hvað sem það kostaði, því að ella yrði að loka álverinu. Alusuisse beygði sig fyr- ir þessari íslensku reisn og samdi um upp- setningu mengunarvarna. Síðla árs 1980 krafðist Hjörleifur Gutt- ormsson, þáverandi iðnaðarráðherra Al- þýðubandalagsins, þess fyrir hönd ís- lensku ríkisstjórnarinnar, að samningar aðilanna yrðu endurskoðaðir til að fá raf- orkuverðið hækkað jafnframt því sem beðið var um skýringar á yfirverði á súr- áli, sem upp hafði komist um. Vinir Alu- suisse hér á landi urðu ókvæða við og út- hrópuðu Hjörleif fyrir að misbeita ráð- herraveldi sínu í flokkspólitískum til- gangi. Þeir töldu raforkuverðið vera við hæfi og að auðjöfrarnir væru hreinir sem englar hvað skattsvik áhrærði. Á Alþingi gengu þessir vinir Alusuisse svo íangt að flytja þingsályktunartillögu um að taka málið úr höndum ráðherra. . dusuisse þekkti þessa vini sína og sá hvað þeir voru að gera og spilaði á sundurlyndi ís- lenskra ráðamanna. Sannleikurinn er hins vegar sá, að vegna málatilbúnaðar Alþýðubandalags- ins á árunum 1980-1984 er allur almenn- ingur á íslandi orðinn vel upplýstur um helstu þætti málsins og þar hefur skapast góð viðspyrna upp á framtíðina í barátt- unni fyrir réttlátum samningum um álverið. Öllum er ljóst, að þeir íslensku stjórnmálamenn, sem nú veifa því Al- þýðubandalaginu til áfellis, að því hafi ekki tekist meðan það var í ríkisstjórn, að knýja fram raforkuverðhækkun, voru einmitt sjálfir þess valdandi með klofn- ingsiðju sinni, að Alusuisse sá og fann, að auðhringurinn þurfti ekki að semja um neitt. Þetta er hryggilegt dæmi um það, hvernig klofningur meðal sjórnmálaafla smáþjóðar veldur því, að utanaðkomandi öfl eiga alls kostar við þjóðina og ríki hennar. Við afgreiðslu nauðungarsamningsins nú hefur þó orðið athyglisverð breyting á afstöðu manna og flokka í málinu, sem vert er að gefa gaum. Þegar upphaflegi samningurinn var gerður 1966, hafði ríkisstjórn Sjálfstæðis- flokks og Alþýðuflokks forgöngu um hann. í þessari ríkisstjórn bar Sjálfstæðis- flokkurinn höfuðábyrgð, þótt Alþýðu- flokkurinn drattaðist með vegna stjórnar- samstarfsins, en í Sjálfstæðisflokknum er að finna helstu vini Alusuisse. Alþýðu- bandalagið og Framsóknarflokkurinn veittu þá mjög harða andstöðu, sem var forustu beggja flokka til mikils sóma. Hins vegar var Steingrímur Hermannsson á stuttbuxum þá og sem nefndarmaður Stóriðjunefndar þess mjög hvetjandi, að samningurinn yrði gerður. Þegar samningurinn var endurskoðað- ur 1975 og þau býsn urðu, að raforku- verðið var hækkað með þeim hætti, að ís- lenska ríkið greiddi alla verðhækkunina til Landsvirkjunar með skattalækkunum, stóðu allir þrír flokkarnir að þeirri samn- ingsgerð, Sjálfstæðisflokkur, Framsókn- arflokkur og Alþýðuflokkur. Það var Jó- hannes Nordal, sem þá leiddi forustu- menn þessara þriggja flokka eins og blinda kettlinga. Að sjálfsögðu var Al- þýðubandalagið í harðri andstöðu. 191

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.