Réttur


Réttur - 01.10.1984, Blaðsíða 11

Réttur - 01.10.1984, Blaðsíða 11
(>:inga heilbrigAisstétta að fjármálaráðuneytinu í Arnarhvoli. vega á móti eru ekki komnar fram. Frá efnahagslegu sjónarmiði er gengis- lækkun af þessari stærð ástæðulaus. Hef- ur Alþýðubandalagið lagt fram á alþingi frumvarp til laga um ráðstafanir í efna- hagsmálum þar sem sýnt er fram á hvern- ig er unnt að verja kaupmáttinn án verð- bólgu, en það er einmitt eitt meginein- kennið á gengislækkuninni að hún hefur i för með sér stórfellda verðbólgu og ríkisstjórnin mun ekkert gera til þess að draga úr verðbólguhraðanum. Með gengislækkuninni er launafólki í landinu bent á gamalkunna staöreynd: Að verkalýðshreyfingin verður að eiga tök í ríkisvaldinu, með öðrum orðum svo sterkan stjórnmálaflokk íslensks launa- fólks, að hann ráöi alltaf úrslitum um stjórn landsins. Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa alltaf annar hvor eða báðir farið með landsstjórnina. Vissulega hafa þær stjórnir þar sem aðeins annar flokkurinn hefur verið með öðrum flokkum verið betri — skárri — en hinar. En jafnljóst er að ekki hefur auðnast að gera róttækar kerfisbreytingar á þjóðfé- laginu með þessum flokkum og það verð- ur aldrei framkvæmanlegt. Þess vegna er nú ljósara en nokkru sinni fyrr að verka- lýðshreyfingin, launantenn, þurfa að eiga stjórnrnálaafl sem byggir fésýsluflokkun- um út úr stjórnarráðinu. Þá og aðeins þá er unnt að koma í veg fyrir að jafnfólsku- leg árás og gengislækkunin 20. nóvember verði endurtekin. 187

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.