Réttur


Réttur - 01.10.1984, Blaðsíða 29

Réttur - 01.10.1984, Blaðsíða 29
Upphaf rússnesku verkalýðsbyltingarinnar 7. nóv. 1917: Árásin á Vetrarhöllina. Auðvald heimsins hefur aldrei náð sér eftir þann ósigur. Það dreymir enn um að herja niður frelsishreyfingar alþýðu í heiminum. Hitler reyndi það — og varð mannkyni dýrkeypt. Ronald Reagan dreymir um það, þó svo það kynni að kosta mannkynið lífið. A böðlum auðvaldsins að takast það? Vér fslendingar verðum að svara fyrir oss — og sjá jafn skýrt í gegnum auð- valdsblekkingarnar sem Stephan G. forðum. Auðugustu menn heims, morðvargar °g eiturbyrlarar frá Vietnam, ætla sér að gera íslendinga að sláturfé í stríði því, sem þeir stefna að til að „útrýma komm- únismanum“. Er ekki mál að linni stríði auðvalds gegn alþýðu heims? Hér verður hver hugsandi maður að svara sjálfur. SKÝRINGAR: 1 Þeir, sem vilja kynna sér til hlítar samvinnu auð- hringa beggja megin víglínanna, ættu að lesa bók hins hákristilega holienska rithöfundar Pierre van Paassen: Days of our years, kom út í 20 útgáfum 1939 til 1942, Garden City, New York. 2. kaflinn er sérstaklega um þau mál, sem hér eru rætt og stuðst við hann. 2 Fyrir hvern íslending, sem vill brjóta þessi mál til mergjar, er gott að lesa „Vígaslóða" Stephans G. 205

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.