Réttur


Réttur - 01.10.1984, Side 24

Réttur - 01.10.1984, Side 24
Atkvæðagreiðslan og umræðurnar komu Bishop og stuðningsmönnum hans á óvart. Spurningin um forystuna hafði ekki verið til umræðu áður og aldrei hafði komið fram sérstök gagnrýni á Bishop. Allt í einu þótti Bishop ekki hæfur til að leiða flokkinn og þar með var byltingin í hættu. Eina leiðin til úrbóta var að deila forystunni. Bishop fékk umhugsunarfrest og af- þakkaði og þar með fóru hlutirnir að ger- ast hratt. Hann var hnepptur í stofufang- elsi, stórir mótmælafundir voru haldnir og að lokum voru Bishop, Creft, White- man, Bain og Noel myrtir. Atburðirnir sem leiddu til morðanna eru enn óljósir eins og t.d. hver það var sem tók hina endanlegu ákvörðun. Eitt er þó víst: Morðið á Bishop voru mestu mistök sem hægt var að gera. Það jafngilti endalokum byltingarinnar og opnaði Bandaríkjunum leið til innrásar. Coard hefur ekki sagt annað um þessa atburði en að hann beri ekki ábyrgð á morðunum. Hann hvarf einnig af sjónarsviðinu um sama leyti og var ekki með í herráði Hudson Austin. Flestar heimildir benda þó til að Coard hafi staðið að baki alls þessa og hafi sett Austin á toppinn til að tryggja sér stuðn- ing hans. (Austin var annars þekktur sem stuðningsmaður Bishops). Austin ásakaði Bishop fyrir íhaldsemi og andbyltingar- stefnu og einnig fyrir samvinnu við Bandaríkin. ____ Hver svo sem tók ákvörðunina ætti að hafa orð Fidels Castró í huga: „Engin fræðikenning, ekkert prinsipp eða yfirlýst stefnumið byltingarinnar og engin klofn- ingur getur réttlætt það illvirki að myrða Bishop og aðra heiðarlega leiðtoga í gær. “ CIA? Það er mikið af lausum endum og spurningum sem enginn getur ennþá svar- að varðandi þessa atburði. Menn þurfa þó ekki að fara í grafgötur um veru CIA á eynni, nánar til tekið í bandaríska há- skólanum. CIA-menn eru sérfræðingar í að koma auga á ágreining og ýta undir hann og valda enn meiri klofningi á þann hátt. Og eins og við vitum var ágreiningur til staðar og þar með góður jarðvegur fyr- ir aðgerðir CIA. Orðrómur hefur verið um að CIA hafi náð að koma sínum mönnum allt upp í miðstjórn flokksins. Þetta er eitt af þeim atriðum sem aldrei mun verða sannað. Ári síðar Einu ári síðar er landinu stjórnað af Scoon landsstjóra og bandarískum ráð- gjöfum. Það hafa verið skotbardagar þar sem Grenadamenn hafa verið drepnir. Lög- reglan er öflug og strangt eftirlit er með öllu. Coard, Austin og félagar sitja í fang- elsi, ákærðir fyrir morð og þeirra bíða réttarhöld með bandarískum dómurum og lögmönnum. Lík Bishops er falið einhvers staðar (kannski í Calivigny, skammt frá höfuð- borginni). Það myndi valda ringulreið fyrir Bandaríkjamenn ef Grenadabúar fengju að jarðsetja hinn vinsæla leiðtoga sinn. Nú er verið að safna undirskriftum um allan heim til að fá bráðabirgðastjórn- ina til að afhenda líkið (líkin). Atvinnuleysi hefur tvöfaldast þvT marg- ar framkvæmdir NJM hafa verið stöðvað- ar og eignir eyðilagðar. Vændi hefur blómstrað. Gairy, einræðisherrann gamli, er kom- 200

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.